5. fundur félagsmálanefndar
5. fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar, mánudaginn 11. september 2006, kl. 17:15
Mætt: Kristín Eiríksdóttir, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Guðmundur B. Gylfason, Alma Lísa Jóhannsdóttir,, Þórunn Elva Bjarkadóttir, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsráðgjafi, og Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi.
1. Húsnæðismál
a) Á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði eru 20 fjölskyldur með gilda umsókn.
b) Trúnaðarmál – færð í trúnaðarbók.
2. Málefni fatlaðra.
a) Liðveisla – á biðlista eru 14 einstaklingar.
b) Trúnaðarmál – færð í trúnaðarbók.
3. Málefni aldraðra
a) Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá 6. september og 14. júní lagðar fram til
kynningar.
4. Trúnaðarmál
a) Fjárhagsaðstoð – fært í trúnaðarbók
b) Barnaverndarmál.
Fjöldi tilkynninga í ágúst og helstu ástæður – lagt fram til kynningar.
5. Aðsend erindi
a) Skýrsla frá Rauðakrossi Íslands sem ber nafnið Hvar þrengir að? Skýrslan er könnun á
stöðu þeirra sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. – Lagt fram til kynningar.
b) Bæklingur frá Ekron, Ekron er starfsþjálfun til húsa að Smiðjuvegi 4b, Kópavogi. Ekron
er félag, byggt á kristnum grunni með reynslusporin 12 og erfðavenjur AA samtakanna
að leiðarljósi. - Lagt fram til kynningar.
c) Ársskýrsla 112 vegna starfsárs 2005 - Lagt fram til kynningar.
6. Önnur mál
a) Fyrirspurn:
Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar kemur fram að Bæjarfulltrúar B og D lista sjá fyrir
sér að bregðast við biðlistum eftir félagslegum leiguíbúðum með því að koma á
sérstökum húsaleigubótum. Svar meirihlutans segir ekkert til hver upphæð sérstakra
húsaleigubóta verði, né heldur hvar tekjumörk þeirra sem hugsanlega koma til greina
munu liggja. Vegna þessara vankanta á svarinu, er ekki hægt að átta sig á hve margir af
þeim sem nú eru á biðlista um félagslegt leiguhúsnæði gætu hugsanlega notið þessara
ætluðu sérstöku húsaleigubóta. Því er spurt:
1. Hver verða tekjumörkin hjá leigutökum?
2. Hversu há verður styrk upphæðin?
3. Hvernig ætlar meirihlutinn að mæta þörfum þeirra sem ekki uppfylla væntanleg
skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum?
4. Hvað felst í skilgreiningu meirihlutans á “tímabundnum þörfum” eftir húsnæði?
Hvaða hópur/hópar eru það.
Alma Lísa Jóhannsdóttir, Vg
Þórunn Elva Bjarkadóttir, S
b) Alma kom með tillögu um verklag við gerð framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum.
Anný falið að afla upplýsinga.
c) Félagsmálanefnd þakkar starfsmönnum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar fyrir átak í úti-
vistarreglum. Nefndin hvetur foreldra til að virða útivistarreglur og standa saman að
hagsmunum barna í sveitarfélaginu.
d) Fræðslu- og samráðsfundur Jafnréttisnefndar haldinn á Hótel Örk 21. – 22. september,
dagskrá lögð fram til kynningar.
e) Nefndin óskar eftir að skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, Örlygur Karlsson og
verkefnisstjóra, íþrótta-, forvarna- og menningarmála, Grími Hergeirssyni, verði boðið á
næsta fund nefndarinnar 9. okt. vegna óska um frekara samstarf í forvarnarmálum.
Anný falið að boða þá.
Fundargerð lesin og fundi slitið kl.19:10
Kristín Eiríksdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir