Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.11.2014

5. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

5. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 29. október 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
 1. 1410065 - Fjögurra ára samgönguáætlun sjóvarna og hafna 2015-2018
Stjórnin fór yfir erindi Vegagerðarinnar, dagsett 9. október 2014. Stjórnin óskar eftir að áfram verði unnið að sjóvörnum á þeim stöðum sem tilgreindir eru í sjóvarnarskýrslu Siglingastofnunar frá árinu 2012. Jafnframt verði ástand núverandi sjóvarnargarða endurmetið.
 2. 1410168 - Gjaldskrá Selfossveitna 2015
Stjórnin samþykkir 3,4% hækkun á gjaldskrá Selfossveitna sem er í takt við verðbólguspá Hagstofu Íslands fyrir árið 2015.
 3. 1410169 - Öryggismál við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri
Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að fara yfir öryggismál bryggjanna á Eyrarbakka og Stokkseyri og tryggja að til staðar séu stigar, bjarghringir og öryggismerkingar.
 4. 1305234 - Varmadælur - Óseyri, Sólvangur og önnur jaðarsvæði
Stjórnin ákveður að marka stefnu um styrkveitingar til íbúa vegna kaupa á varmadælum þar sem ekki er tækni- og rekstrarlega hagkvæmt að leggja hitaveitu. Framkvæmdastjóra falið að útfæra reglur þar að lútandi og leggja fyrir næsta fund.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:52
Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica