Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.11.2011

4. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar

4. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar haldinn í Gimli 20. nóvember 2011 kl. 20.00

Mættir voru:
Jón Jónsson
Grétar Zóphóniasson
Sigurborg Ólafsdóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Gunnar Valberg Pétursson boðaði forföll 

• Hverfaráðið fór yfir gögn varðandi erindi umhverfisstofnunar um friðlýsingu landsvæða í sveitarfélaginu Árborg. 

• Nefndin hvetur bæjarstjórn eindregið til að farið verður í gagngerðar endurbætur á íþróttahúsinu á Stokkseyri, þar sem húsið er varla bjóðandi þeirri starfsemi sem það á að hýsa. 

• Ákveðið var að taka saman yfirlit yfir þá starfsemi sem verið hefur í Gimli frá því húsið fór í umsjón hverfaráðsins og halda því til haga. 

• Hverfaráðið vill vekja athygli á því að vegurinn að leikskólanum, Sólvellir, er orðinn illfær vegna þess hve holóttur hann er. 

Fundi slitið kl. 21.20


Þetta vefsvæði byggir á Eplica