5. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps
5. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps 18. febrúar 2013
Mættir:
Anne B. Hansen
Guðmundur Lárusson
Jónína Birgisdóttir
Oddur Hafsteinsson
Dagskrá fundar.
Fara yfir mál fyrri funda og sjá í hvaða farvegi þau eru.
1. Strætómálið í Tjarnabyggð. Farið hefur verið þvert á vilja hverfisráðs. Búið er að fjarlægja stoppistöð í stað að fjölga eins og beðið var um.
2. Hvernig er unnið úr þeim málum sem hverfisráð sendir inn til Árborgar? Farið verður fram á að fundargerðir verði lagðar fram til bókunar á bæjarráðsfundum.
Yfirferð:
1. Vasar. Hafa verið settir.
2. Hámarkshraði á Votmúlavegi. Ekki fengist lækkaður.
3. Lækka hámarkshraða við Kaldaðarnesveg. Engin viðbrögð fengist.
4. Reiðhjólastígur á milli Selfoss,Eyrabakka og Stokkseyri.
5. Göngustígur-Hjólreiðastígur.
6. Gatnamót við Tjarnabyggð. Ítrekum að öryggi við þessi gatnamót verði tryggð.
- · Íbúar Tjarnabyggðar boðuðu til íbúafundar um samgöngu og öryggismál í hverfinu.
- · Þar var rætt um gatnamót við Tjarnabyggð, bæði hvað varðar lýsingu og að bæta þyrfti öryggi frekar með afrein inn í hverfið.
- · Strætómálið enn í ólestri. Algjörlega óviðunandi að búið er að fjarlægja stoppistöð sem var inní hverfinu og færa stöðina út á þjóðveg.
Farið er fram á formlegar viðræður við bæjarráð um varanlega lausn á málinu.
7. Viðhald á malarvegum.
- · Beðið er enn eftir endurnýjun á stikum frá fyrri vetri. Úrbætur óskast.
- · Hverfisráð ítrekar verklagsreglur varðandi viðhald á malarvegum í sveitarfélaginu.
8. Umhverfið
- · Ítrekað að sveitarfélagið vinni að áætlun til að vinna gegn njóla og skógarkerfli.
- · Hverfisráð óskar eftir upplýsingum um uppbyggingu háhraðanets í Árborg.
9. Sorpmál
- · Ítrekað um tæmingu á sorptunnum. Óviðunandi tæming á bláu tunnunni. Beðið er um svör frá þjónustuaðila.
10. Rætt um tilgang hverfisráðs.
Hver er tilgangur ráðsins ef mál nást ekki inná borð til bæjarráðs.
Hvernig er unnið úr þeim málum sem hverfisráð sendir inn til Árborgar? Farið verður fram á að fundargerðir verði lagðar fram til bókunar á bæjarráðsfundum.
Hverfisráð sér ekki tilgang með áframhaldandi starfi nema með því aðeins að tekið verði tillit til þeirra atriða sem eru talin hér að ofan.
Fundi slitið