5. fundur Hverfisráðs Selfoss
Hverfisráð Selfossi. 5. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, þriðjudaginn 31. janúar 2012.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Guðmundur Sigurðsson, Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson S. Hafsteinn Jóhannesson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Fundarritari Helga R. Einarsdóttir.
Fundi lauk kl. 18:45.
Hverfisráð Selfoss 5. fundur. 31. janúar 2012.
Dagskrá
1. Fundagerð síðasta fundar.
2. Kort á vefsíðu um verklagsreglur vegna snjómoksturs.
3. Dvalarheimili.
4. Samþykkt um hundahald - endurskoðun.
5. Garðalönd.
6. Miðbæjarreiturinn.
7. Umfjöllun í Dagskránni.
8. Merkingar 30 km hverfi.
9. Næsti fundur.
1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2) Á vefnum arborg.is eru kort undir verklagsreglum vegna snjómoksturs í Árborg. Hverfisráðið leggur til að kortin yfir Selfoss verði gerð skýrari þannig að notendur þeirra geri sér betur grein fyrir hvernig verklagsreglurnar eru. Einnig leggur ráðið til að kortin verði prentuð og borin í hús þegar hausta tekur. Ráðið fagnar framtakssemi einstaklings sem handmokað hefur ýmsa staði í bænum þar sem erfitt er að komast að með tækjum. Hvetur ráðið fleiri einstaklinga til þess sama.
3) Hverfisráðið hefur heyrt að þörfin fyrir dvalarheimili sé að aukast. Hafsteinn mun kynna sér hvaða dvalar- og hjúkrunarheimilin eru á svæðinu og hvað sé í boði fyrir mismunandi hópa.
4) Á 78. fundi bæjarráðs 19. janúar sl., var framkvæmdastjóra falið að vinna að endurskoðun á samþykktum um hundahald. Hverfisráðið tekur undir öll þau atriði sem nota á til hliðsjónar í endurskoðuninni og leggur jafnframt til að lífsýni verði tekið úr hundunum við skráningu þeirra.
5) Hverfisráðið hvetur til að kannað verði hvort íbúar á Selfossi hafi áhuga á að hér verði skipulagt svæði fyrir matjurtagarða til almennra nota. Mætti þá hafa í huga svæði sunnan Rimahverfis þar sem áður voru skólagarðar.
6) Hverfisráð fagnar að vilji er til verka varðandi uppbyggingu á miðbæjarreitnum en vita ráðsmenn að góðir hlutir gerast hægt og hvetja til að haldið sé áfram með verkefnið.
7) Í síðasta blaði Dagskrárinnar, nr. 2127 á bls. 10 er upptalning á helstu verkefnum sunnlenskra sveitarfélaga á árinu 2012. Ráðið er mjög ánægt með að þessi upptalning sé birt á einum stað þar sem allir íbúar sveitarfélagsins geta lesið og kynnt sér hvað stendur til að gera. Ráðið leggur til að Dagskráin fylgist vel með og fjalli reglulega um þau verkefni sem eru í vinnslu.
8) Hverfisráðið bendir á að merkingar í götum/hverfum þar sem 30 km eru hámarkshraði sé ábótavant. Ekki sé nóg að setja merkingar á staura heldur sé greinilegra að merkingar verði málaðar á göturnar líka.
9) Til næsta fundar verður boðað.