Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.5.2011

5. fundur írþótta- og tómstundanefndar

5. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 2. maí 2011  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Erling Rúnar Huldarsson, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð

Dagskrá:

1.  1011145 - Húsnæðismál júdó og taekwondo
 Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar
 Farið yfir þá möguleika sem standa til boða. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram út frá þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum í samvinnu við bæjarráð.
   
2.  1102057 - Gólfefni á íþróttasal Vallaskóla
 ÍTÁ leggur til að kannað verði hvað kosti að skipa um gólfefni í íþróttahúsi Vallaskóla. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram og leggja fram gögn á næsta fundi nefndarinnar.
   
3.  1104267 - Aðgangur að Sundhöll Selfoss - kvennahlaup ÍSÍ 2011
 ÍTÁ samþykkir erindið og hvetur allar konur til að taka þátt í hlaupinu.
   
4.  1011088 - Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz
 Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar.
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir stöðu mála. Fram kom að framkvæmdir ganga vel í kjallara Pakkhússins og stefnt sé á flutning félagsmiðstöðvarinnar í maí.
 
5.  1101122 - Uppbygging og viðhald mótorcrossbrautarinnar í Árborg
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu uppbyggingarinnar. Fram kom að mótorcrossdeild Umf. Selfoss er með metnaðarfullar hugmyndir um mótorcrosssvæðið í Hrísmýrinni vegna landsmótanna. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar frumkvæði og framtaki deildarinnar við uppbygginguna.
   
6.  1104231 - Skýrslan Fyrsta ölvunin
 Skýrslan lögð fram.
   
7.  1104326 - Sumarblaðið 2011
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála. Fram kom að Sumarblaðið 2011 kæmi út um miðjan maí og það yrði sent inn á hvert heimili í Árborg.
   
8.  1104205 - Hjólað í vinnuna 2011
 ÍTÁ hvetur starfsmenn og íbúa til að taka þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna 2011.
   
9.  1104154 - Tillögur HSK á 89. héraðsþingi
 Samþykktir 89. héraðsþings HSK lagðar fram. ÍTÁ þakkar HSK fyrir gott samstarf og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi í framtíðinni.
   
10.  1104062 - Forvarnarsjóður 2011
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram gögn um umsóknir sveitarfélagsins í forvarnarsjóð Lýðheilsustöðvar árið 2011. Fram kom að sveitarfélagið hafi sent inn tvær umsóknir þetta árið.
   
11.  1010077 - Vor í Árborg 2011
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir drög að hátíðinni. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur íbúa og gesti til að taka þátt í hátíðarhöldunum sem fara fram 12. - 15.maí nk.
 
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20

Grímur Arnarson  
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson  
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica