Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.5.2013

5. fundur íþrótta- og menningarnefndar

5. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 29. apríl 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.

 Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.  

Bragi Bjarnason ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1209161 - Vor í Árborg 2013

 

Farið yfir drög að dagskrá hátíðarinnar 9. - 12. maí. Fjöldi viðburða komnir inn og stefnir í að hátíðin verði með fjölbreyttara móti þetta árið. Fram kom að markaður verður í miðbæjargarðinum, opnunarhátíðin á Hótel Selfoss og á föstudeginum verður vefsíðan opnuð um sögu húseigna í Árborg. Fjöldi sýninga, tónleika og annarra viðburða verður í gangi þessa helgi. Starfsmanni nefndarinnar falið að klára vinnslu dagskrár og koma í dreifingu og kynningu. Dagskránni verður dreift inn á öll heimili í Árborg og víðar. Nefndin hvetur íbúa og gesti til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Samþykkt samhljóða.  

 

   

2.

1304081 - Menningarviðurkenning Sv. Árborgar 2013

 

Farið yfir tilnefnda og verður val nefndarinnar kynnt á opnunarhátíð Vors í Árborg fim. 9.maí nk. kl.17:00 á Hótel Selfoss. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1304377 - Menningarstefna Sveitarfélagsins Árborgar

 

Þorlákur H. Helgason leggur til í framhaldi af umræðum um málefni Byggðasafns Árnesinga o.fl. menningartengdra atriða að farið verði í vinnu við menningarstefnu sveitarfélagsins en gamla stefnan var sett fram til ársins 2013. Leggur til að haldið verði málþing í öllum byggðarkjörnum til að fá hugmyndir grasrótarinnar inn í stefnuna. Lagt til að nefndin fari yfir stefnuna og byrji þessa vinnu næsta haust. Samþykkt samhljóða.

 

   

4.

1202261 - Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg

 

Farið yfir stöðu mála. Vefsíðan er í fullri vinnslu og er verið að setja inn upplýsingar jafnt og þétt um húseignir í Sveitarfélaginu Árborg. Lagt til að vefurinn verði formlega opnaður á Vori í Árborg fös. 10. maí kl.16:30 í hátíðarsal FSu og er markmiðið að ná 15-20 húsum inn á vefinn fyrir þann tíma frá öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða. 

 

   

Erindi til kynningar

5.

1304241 - Hjólað í vinnuna 2013

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 8:10.

 

Kjartan Björnsson

 

Grímur Arnarson

Brynhildur Jónsdóttir

 

Þorlákur H Helgason

Björn Harðarson

 

Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica