Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.12.2018

5. fundur íþrótta- og menningarnefndar

  5. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn þriðjudaginn 27. nóvember 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:45  Mætt: Guðbjörg Jónsdóttir, formaður, B-lista Guðmundur Kr. Jónsson, nefndarmaður, M-lista Jóna Sólveig Elínardóttir, nefndarmaður, Á-lista Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D-lista Karolina Zoch, nefndarmaður, D-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi  Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1811191 - Heimsókn í félagsmiðstöð og ungmennahús
  Vegna framkvæmda í félagsmiðstöðinni er ákveðið að fresta heimsókn þar til í janúar. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1810117 - Uppskeruhátíð ÍMÁ 2018
  Farið yfir skipulag kjörs íþróttakonu og -karls Árborgar sem verður með breyttu fyrirkomulagi þetta árið. Lögð fram tillaga um sjö fulltrúa í valnefnd íþrótta- og menningarnefndar og hann samþykktur samhljóða. í valnefndinni sitja: Guðbjörg Jónsdóttir, formaður ÍMÁ Kjartan Björnsson, fulltrúi ÍMÁ Emilía Sól Guðmundsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs Gissur Jónsson, fulltrúi íþróttafélaga Karl Ágúst Hannibalsson, fulltrúi íþróttafélaga Anna Lind Friðriksdóttir, fulltrúi íþróttafélaga Guðmundur Karl Sigurdórsson, fulltrúi fjölmiðla Tilnefningar í kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2018 eru að koma inn frá íþróttafélögum en skilafrestur er út fim. 29. nóvember nk. Valnefndin skilar af sér niðurstöðu 14. desember en netkosningin verður opin frá 4.desember til og með 16. desember. Tekin fyrir umræða um hvatningarverðlaun íþrótta- og menningarnefndar sem verða kunngjörð á uppskeruhátíðinni 27. des. nk. Starfsmaður sendir drög að dagskrá uppskeruhátíðar á nefndarmenn þegar hún verður klár. Samþykkt samhljóða
     
3.   1808119 - Menningarmánuðurinn október 2018
  Lagt fram minnisblað um kostnað menningarmánaðarins október 2018. Örfáir kostnaðarliðir eru óstaðfestir en heildarkostnaður fyrir alla viðburðina er rétt í kringum 1.4 milljónir. Fram kom að nefndin væri ánægð með viðburðina í mánuðinum og aðsókn verið góð á þá flesta. Rætt um viðburði fyrir næsta ár og ákveðið að hefja undirbúning næsta menningarmánaðar fljótlega eftir áramót. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
4.   1811199 - Jól í Árborg 2018
  Lagt fram til kynningar. Nefndin hvetur íbúa og gesti til að taka virkan þátt í viðburðum sem flestir eru án endurgjalds og þakkar þeim stofnunum og fyrirtækjum sem taka þátt í jólagluggunum.
     
5.   1811167 - Alþjóðlegur dagur barna 20. nóvember - hagnýt ráð til ráðamanna um samráð við börn og ungmenni
  Lagt fram til kynningar.
     
  Nefndin vill þakka forvarnarhópi Árborgar fyrir góðar móttökur á fundi hópsins sem nefndarfulltrúum var boðið á þri. 20.nóv. sl. Nefndin tekur heilshugar undir ábendingar forvarnarhópsins um að bæta lýsingu við leiksvæði barna og ungmenna. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:55 Guðbjörg Jónsdóttir                                      Guðmundur Kr. Jónsson Jóna Sólveig Elínardóttir                               Kjartan Björnsson Karolina Zoch                                                Bragi Bjarnason  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica