Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.10.2010

5. fundur menningarnefndar

5. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 14. október 2010  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15

Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista,
Bragi Bjarnason. íþrótta- og tómstundafulltrúi,


Kjartan Ólason, nefndarmaður S-lista boðaði forföll sem og Sigurbjörg Grétarsdóttir varamaður hans.

Gunnar Sigurgeirsson kom inn á fundinn undir málum 1007015 og 1007061.

Bragi Bjarnason ritar fundargerð

Dagskrá:

1.  1007015 - Menningarmánuðurinn október
 Áður á dagskrá á 4.fundi nefndarinnar. Gunnar Sigurgeirsson kemur inn á fundinn undir þessu lið.
 Menningarkvöldin og framkvæmd þeirra rædd. Kom fram að fyrstu tvö kvöldin hafi gengið vel og þátttaka íbúa verið mjög góð. Þrjú kvöld eru nú eftir, 18.október kl. 20:00 er Tryggva Gunnarsson minnst í Tryggvaskála, 21. október kl. 20:00 er Sigurjón Ólafssonar minnst á Gónhól Eyrarbakka og að endingu 28.október kl. 20:00 er Guðmundar Daníelssonar minnst á Hótel Selfoss. Bæst hefur við dagskrá á kvöldi Guðmundar Daníelssonar en Valdimar Bragason mun mæta þar og lesa upp úr verkum Guðmundar. Menningarnefndin hvetur íbúa til að taka þátt í þeim kvöldum sem eftir eru.
   
2.  1007061 - Hernám Breta 70 ára
 Áður á dagskrá á 4.fundi nefndarinnar. Gunnar Sigurgeirsson kemur inn á fundinn undir þessum lið.
 Gunnar Sigurgeirsson fer yfir dagskrárdrögin. Kom fram að það ætti eftir að staðfesta nokkrir dagskrárliði. Ýmsar hugmyndir ræddar. Lokadrög að dagskrá ættu að liggja fyrir nk. mánudag. íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma dagskránni til Menningarráðs Suðurlands vegna safnahelgarinnar. Menningarnefnd líst vel á dagskránna og þakkar Gunnari hans framlag til þessa.
   
3.  1010077 - Vor í Árborg 2011
 Menningarnefnd leggur til að Vor í Árborg 2011 fari fram dagana 12 - 15. maí 2011 og verði aðaláherslan á helgina.
   
4.  1010083 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011
 Formaður leggur til að haldinn verði fundur með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja/félagasamtaka sem halda bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg. Á þessum fundi er hægt að fara yfir aðkomu sveitarfélagsins að hátíðunum sem og að auka og bæta samstarf milli aðila. Menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna fundartíma með þessum aðilum fyrir áramót.
   
5.  1009070 - Safnahelgi á Suðurlandi 2010
 Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir dagskrárliði frá Árborg. Kom fram að dagskrá 70 ára afmælis hernáms Breta væri stór liður í dagskránni. Menningarnefnd þakkar upplýsingarnar og hvetur alla til þátttöku.
   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:10

Kjartan Björnsson  
Björn Ingi Bjarnason
Bragi Bjarnason  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica