Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.11.2010

5. fundur skipulags- og bygginarnefndar

5. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 18. nóvember 2010  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:15

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista,
Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista,
Jón Jónsson, varamaður, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista,
Grétar Zóphóníasson, nefndarmaður, S-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi,
Birkir Pétursson. starfsmaður,

Dagskrá:

1.  1010015 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði að Búðarstíg 19c Eyrarbakka. Umsækjandi: Halldór Forni Gunnlaugsson kt:200558-3409Búðarstíg 19c, 820 Eyrarbakka
 Samþykkt.
   
2.  1011001 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Suðurgötu 6 Tjarnarbyggð. Umsækjandi: Bjarni Þ Bergmann, kt:170459-7419, Stafnesvegi 34, 245 Sandgerði
 Samþykkt.
   
3.  0905030 - Umsókn um niðurrif á húsnæði að Skipum 2, matshluta 4, 15 og 17.Umsækjandi: Ólafur Benediktsson, kt:190350-2749, Austurbergi 16, 111 Reykjavík
 Samþykkt.
   
4.  1010158 - Framkvæmdaleyfi og lög um lax og silungsveiði nr. 61/2006 og 119/2009
 Lagt fram til kynningar.
   
5.  1011042 - Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar
 Lagt fram til kynningar.
   
6.  1010112 - Umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun á húsnæði úr gistiheimili í íbúðarhúsnæði.Umsækjandi: Verslunarsambandið í Reykjavík, kt:490309-1010, Eyjaseli 2, 825 Stokkseyri
 Samþykkt.
   
7.  1011012 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýrri klæðningu að utan að Háengi, Selfossi.Umsækjandi: Róbert Einar Þórðarson, kt: 280525-3839, Háengi 23, 800 Selfoss
 Samþykkt.
   
8.  1011040 - Umsókn um lóð undir loðdýrabú.Umsækjandi: Viðar Magnússon, kt:020154-2689Kringlumýri, 1, 800 Selfoss
 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir ítarlegri gögnum um fyrirhugaða starfsemi. Einnig bendir nefndin umsækjanda á nauðsyn þess að ræða við bæjarráð um efni umsóknarinnar áður en endanleg afgreiðsla um lóðarúthlutun verður ákveðin.
   
9.  1010164 - Bæjarráð óskar umsagnar um hraðahindrun á Reynivöllum
 Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að samkvæmt tillögu að umferðarskipulagi Selfoss er gert ráð fyrir tveimur upphækkuðum gangbrautum á Reynivöllum, annars vegar á móts við Birkivelli og hins vegar á móts við göngustíg frá Vallholti. Nefndin leggur til að verði farið í framkvæmdir af þessu tagi, verði það gert í samræmi við ofangreindar tillögur. Jafnframt bendir nefndin á að leysa þarf gangbrautarmál fyrir hús sem staðsett eru austan megin við Reynivelli.
   
10.  1011044 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg á mörkum Árborgar og Brautartungu frá malarnámu að Holtsvegi (Árborgarmegin) u.þ.b. 1 km.Umsækjandi: Hestamannafélagið Sleipnir, kt:590583-0309, Pósthólf 174, 800 Selfoss
 Samþykkt.
   
11.  1004087 - Óskað er eftir nýju heiti á nýrri lóð í landi Litlu Sandvík 1, að lóðin megi heita Litla Sandvík 2.Umsækjandi: Guðmundur Pálsson, kt:100168-5299, Litlu Sandvík 1, 801 Selfoss
 Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
   
12.  1011066 - Umsókn um leyfi til að bæta við gluggum á suður- og austurhlið að Eyravegi 2, Selfossi.Umsækjandi: Íslenska eignafélagið ehf, kt:501298-5069, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
 Afgreiðslu frestað og óskað er eftir teikningum sem sýna ásýnd og grunnmynd hússins fyrir og eftir breytingu.
   
13.  1011046 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Gagnheiði 72, Selfossi.Umsækjandi: Vaðlaborgir ehf, kt: 410405-1130, Sigtúni 3, 800 Selfoss
 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við austurenda en leggur til að viðbygging við suðurhlið fari í grenndarkynningu að Gagnheiði 70.
   
14.  1011043 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Strandgötu 8a Stokkseyri.Umsækjandi:Elfar Þórðarson, kt:171043-3529, Strandgötu 8a , 825 Stokkseyri
 Afgreiðslu frestað og óskað eftir samþykki meðeigenda.
   
15.  0403144 - Umsókn um lóðirnar Eyrarbraut 51, 53 og 55 Stokkseyri
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að Carlosi Zapata verði úthlutuð lóð á því svæði við Eyrarbraut á Stokkseyri sem hann hefur óskað eftir að undangenginni breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
   
16.  1011117 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma og lítil hús í Tryggvagarði.Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg, kt:650598-2029, Bragi Bjarnason Austurvegi 2, 800 Selfoss
 Samþykkt til þriggja mánaða. 

Reiðvegamál meðfram Gaulverjabæjarvegi rædd. Bárður Guðmundson sagði frá fundi hans og formanns nefndarinnar með vegagerðinni og einnig voru rædd vandamál og lausnir tengd reiðvegi með Gaulverjabæjarvegi.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:45


Tómas Ellert Tómasson  
Hjalti Jón Kjartansson
Jón Jónsson  
Íris Böðvarsdóttir
Grétar Zóphóníasson  
Guðmundur Elíasson
Bárður Guðmundsson  
Gísli Davíð Sævarsson
Birkir Pétursson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica