Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.4.2009

5. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar

5. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:Kjartan Ólason, formaður, S-lista (S)

Ármann Ingi Sigurðsson, nefndarmaður B-lista (B)

Samúel Smári Hreggviðsson, nefndarmaður D-lista (D)

Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri

Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála

Grétar Zóphóníasson, starfsmaður

Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi

Óskað er eftir afbrigðum. Samþykkt og er það mál nr 13 á dagskrá.

Bókun frá Ármanni Inga Sigurðssyni:

Þar sem þetta er minn síðasti fundur í umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar, þá vil ég þakka núverandi sem og fyrrverandi nefndarmönnum fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Einnig þakka ég starfsfólki Árborgar fyrir gott samstarf.

Dagskrá:

1. 0904119 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðgerð að Stóru Sandvík.
Umsækjandi: Húsfélagið Stóru Sandvík 1
Samúel Smári Hreggviðsson
Stóru Sandvík 4, 801 Selfoss

Samþykkt. Samúel Smári tók ekki þátt i afgreiðslu málsins.


2. 0902023 - Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit að Hellubakka 11 og 13 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjandi: Möl og Sandur ehf kt:631202-2170
Hrísmýri 4, 800 Selfoss.

Breytingin samþykkt, gera skal ný lóðarblöð á kostnað lóðarhafa.


3. 0903032 - Óskað er umsagnar um lóðarumsókn á svæði aðliggjandi Eyrargötu 51-53 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Stafnhús ehf KT:521004-3040


Lagt er til við bæjarráð að heimiluð verði afnot af lóðinni, enda verði almenningi heimiluð umferð um lóðina.


4. 0904129 - Óskað er umsagnar um viðbyggingu við Selfosskirkju um hvort fyrirhuguð viðbygging samræmist gildandi skipulagi.
Umsækjandi: Verkfræðistofa Suðurlands ehf
Austurvegur 3-5, 800 Selfoss


Lagt er til að lóðin verði deili skipulögð.


5. 0902131 - Umsókn um lóðina Vallarheiði 1 Selfossi,vilyrði samþykkt í bæjarráði 5 mars sl.
Umsækjandi: Kári Jónsson kt.060144-3469
Birkivellir 33, 800 Selfoss

Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni Vallarheiði 1 samkvæmt vilyrði bæjarráðs 5 mars sl.


6. 0902132 - Umsókn um lóðina Vallarheiði 4 Selfossi,vilyrði samþykkt í bæjarráði 5 mars sl.
Umsækjandi: Hjalti Guðmundsson kt:260969-4479
Baugstjörn 10, 800 Selfoss
Snorri Sigurðsson kt:121071-5259
Starmói 11, 800 Selfoss



Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni Vallarheiði 4 samkvæmt vilyrði bæjarráðs 5 mars sl.


7. 0902133 - Umsókn um lóðina Vallarheiði 6 Selfossi.
Umsækjandi: Hjalti Guðmundsson kt.260969-4479
Baugstjörn 10, 800 Selfoss
Snorri Sigurðsson kt:121071-5259
Starmóa 11, 800 Selfoss


Lagt er til við bæjarráð að lóðin verði auglýst, ásamt lóðinni að Vallarheiði 2.


8. 0904149 - Breyting á umferðarskipulagi við Austurveg 33-35 Selfossi.
Umsækjandi: TAP ehf
Eyravegur 55, 800 Selfoss

Óskað er eftir umsögn vegagerðarinnar.


9. 0904150 - Framkvæmdarleyfi fyrir göngustíg við Austurveg 40b og 40 Selfossi.
Umsækjandi: Hvítasunnukirkjan Selfossi kt:591197-2829
Austurvegur 40b, 800 Selfoss

Málið skal grenndarkynnt að Austurvegi 40.


10. 0809084 - Óskað er umsagnar um erindi íbúa Fossheiðar 48-52 Selfossi um breytingu á lóðarmörkum og kostnaðar þátttöku í girðingu.


Lagt er til við bæjarráð að erindinu verði hafnað.



11. 0904171 - Deiliskipulagstillaga, og beiðni um aðalskipulagsbreytingu fyrir Völl Landnúmer 200-057 í Árborg.
Umsækjandi: Verkfræðistofa Suðurlands ehf
Austurvegur 3-5, 800 Selfoss

Erindinu vísað í aðalskipulagshóp.



12. 0903101 - Umhverfisverðlaun 2009

Tillaga að frestun umhverfisverðlauna Árborgar:

Þar sem aðeins ein tillaga hefur borist inn á borð sérfræðings umhverfismála leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til að afhending umhverfisverðlauna verði frestað fram á haust. Þannig gefst fyrirtækjum tími til þess að taka sig á og hreinsa lóðir og húsnæði og huga að öðrum umhverfiþáttum í rekstri sínum. Nefndin minnir á þá þætti sem stuðst verðu við:

o Umhverfisásýnd
o Sýnileiki á sviði umhverfismála
o Umhverfisstefna (hvort unnið sé eftir umhverfisstefnu)
o Augljós metnaður sé lagður í umhverfismál
o Sjálfbær þróun sé lögð til grundvallar ákvarðanatöku og stefnumótunar

Lagt er til að tilnefningar verði rafrænar í gegnum heimasíðu til 1. ágúst n.k.

Samþykkt.



13. 0706077 - Verkáætlun vegna göngustíga og gangstétta.

Undirrituðum hefur verið falið að gera áætlun um bætt aðgengi í Sveitarfélaginu Árborg í samvinnu við Umhverfis- og skipulagsdeild, Svæðisskrifstofu málefna og fatlaðra og Sjálfsbjörg. Þann 19-03-09 var haldinn fundur og kom fram að mest þörf er á að bæta aðgengi kringum aðstöðu í Gagnheiði.

Í fjárfestingaáætlun 2009 er gert ráð fyrir 2.500.000 kr. í göngustíga og í rekstraráætlun er gert ráð fyrir 33.887.000 kr. í viðhald gatna en þar undir er einnig viðhald göngustíga og gangstétta.

Eftir jarðskjálftann 2008 var sótt um styrk frá Bjargráðasjóði vegna skemmda á gangstéttum í sveitarfélaginu og fengust 30 milljónir þaðan. Í meðfylgjandi áætlun reikna ég með þeim í viðhald göngustíga og gangstétta auk þess sem hluti fer í nýframkvæmdir.



2009
Stígur með Eyravegi - frá Húsasmiðju að Hagalandi/Suðurhólum
Engjastígur (jarðvegsskipti og malbikun)
Fjörustígur (milli Eyrarbakka og Stokkseyri) 1. áfangi
Ölfusárstígur (tenging við Lækjarbakka)
Malbikun á stíg meðfram Gagnheiði
Gangstéttaviðgerðir meðfram aðalgötum í byggðarkjörnunum
Samtals 31.540.000 kr.

2010
Rimastígur (viðgerðir)
Fjörustígur (milli Eyrarbakka og Stokkseyri) 2. áfangi
Gangstéttaviðgerðir
Samtals 13.500.000 kr.

2011 - xx
Arnbergsstígur
Fjörustígur (milli Eyrarbakka og Stokkseyri) rest
Gangstéttaviðgerðir

Samtals 49.000.000 kr.


Nefndin samþykkir verkáætlunina fyrir sitt leiti.


Erindi til kynningar:

14. 0904156 - Úttekt á lóðum og eignum sveitarfélagsins

Erindi kynnt. Nefndin leggur til við Sérfræðing á sviði umhverfismála að vinna að verkáætlun í samráði við Framkvæmda og veitusvið.



Samþykktir byggingafulltrúa:

15. 0904138 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Suðurbraut 4 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Steingrímur K Reynisson kt:060767-5219
María L Ragnarsdóttir kt:280455-4319
Hávegur 15, 200 Kópavogur


Samþykkt. Samúel Smári tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.


16. 0903203 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Laufhaga 10 Selfossi.
Umsækjandi: Hjalti Eggertsson kt:040571-4699
Laufhaga 10, 800 Selfoss


Samþykkt.


17. 0904128 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir breytingum að Austurvegi 1-5 Selfossi.
Umsækjandi: Granni ehf kt:660504-2220
Austurvegur 1-5, 800 Selfoss


Samþykkt.


18. 0904157 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarbústað í Hellislandi
svæði 38 Selfossi.
Umsækjandi: Sigríður Ragna Sigurðardóttir kt:250943-4239
Skildinganes 48, 101 Reykjavík


Samþykkt.


19. 0904079 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki 2 Hrói Höttur
Austurvegi 22 Selfossi.
Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi kt:461278-0279
Hörðuvellir 1, 800 Selfoss


Samþykkt.


20. 0904167 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki 1 KFC
Austurvegi 46 Selfossi.
Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi kt:461278-0279
Hörðuvellir 1, 800 Selfoss


Samþykkt.



Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:40

Kjartan Ólason Ármann Ingi Sigurðsson Samúel Smári Hreggviðsson Guðmundur Elíasson Katrín Georgsdóttir Grétar Zóphóníasson Gísli Davíð Sævarsson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica