50. fundur bæjarráðs
50. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 28.06.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 12:00
Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Í upphafi báru fulltrúar bæjarráðs fram hamingjuóskir til bæjarstjóra í tilefni afmælis hennar.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701068 |
frá 25.06.07 |
Málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Fulltrúi D lista lagði fram eftirfarandi bókun með atvæði sínu:
Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi miðbæjarreitinn og er ljóst að rífa þarf söguleg hús og taka lóðir eignarnámi til að ljúka málinu. Því er ekki rétt að samþykkja tillöguna.
Fulltrúar B og V lista lögðu fram eftirfarandi bókun með atkvæði sínu:
Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarnám vegna þessarar skipulagstillögu. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að Pakkhúsið muni víkja, og að Ingólfur verði fluttur á nýjan stað. Gert er ráð fyrir að húsið við Sigtún 2 verði varðveitt.
Formaður lagði fram tillögur fulltrúa B og V lista :
1) Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að gefinn verði út bæklingur þar sem tillagan verði vandlega kynnt. Jafnframt komi fram upplýsingar um hvernig fólk skuli bera sig að vilji það gera athugsemdir við tillöguna. Bæklingnum verði dreift á öll heimili í sveitarfélaginu á næstu vikum. Þannig gefist íbúum tækifæri til að kynna sér deiliskipulagstillöguna vandlega meðan á auglýsinga- og athugasemdaferli stendur. Bæjarstjóra er falið að hafa yfirumsjón með verkinu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúi D lista lagði fram eftirfarandi bókun með atkvæði sínu:
Ég samþykki tillöguna og treysti því að bæklingurinn gefi rétta og hlutlæga mynd af staðreyndum.
2) Meirihluti bæjarráðs leggur jafnframt til að skipaður verði sérstakur 3ja manna vinnuhópur sem fara skuli yfir fyrirspurnarteikningar frá hönnuðum bygginga sem rísa eiga á deiliskipulagssvæðinu. Hlutverk hópsins verði að gæta þess að sú fjölbreytni náist sem lagt er upp með í skilmálum tillögunnar, bæði varðandi útlit húsa og starfsemi í byggingum.
Vinnuhópurinn skal gefa skriflegt álit og skal skipulags- og byggingarnefnd taka tillit til þess við afgreiðslur sínar. Ef óskað er eftir frávikum frá skilmálum skal einnig leggja þau fyrir vinnuhópinn áður en sótt er um til byggingaryfirvalda í Árborg. Rökstuðningur skal fylgja og bera skal vafaatriði undir skipulagshönnuði. Lagt er til að hópinn skipi skipulags- og byggingafulltrúi Árborgar, fulltrúi frá hönnuðum deiliskipulagstillögu (ASK arkitektum) og bæjarstjóri.
Tillagan samþykkt samhljóða.
1.a, liður 2, 0508068, málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Bókun fulltrúa B og V lista:
Í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að á því svæði sem nefnt er bæjargarður skuli vera opinber þjónusta og útivistarsvæði. Tillaga að deiliskipulagi á þessu svæði, sem unnin hefur verið samhliða deiliskipulagsvinnu miðbæjar gerir ráð fyrir að íbúðabyggð verði í eystri hluta garðsins en í vestari hlutanum verði útivistarsvæði án húsbygginga. Breytingin sem óskað verður eftir felur því í sér að í stað þjónustubygginga í garðinum geti komið íbúðabyggð á um helming svæðisins. Stærð reitsins er í kringum 15.000 m2 í heildina og gert ráð fyrir að útivistarsvæði/garður verði um 7.500 m2. að stærð.
Fulltrúi D lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Mikil verðmæti liggja í bæjargarðinum og er varhugavert að minnka hann með því þessari tilhögun. 7.500 m2 eru á við sumarbústaðalóð og dugar vart til að sinna þeirri vaxandi þörf sem er fyrir bæjargarð á Selfossi ekki síst þegar samkomur fara fram. Miklar væntingar hafa verið um uppbyggingu garðsins, en þær verða brostnar nái þessi breyting á Aðalskipulaginu fram að ganga og hálfur garðurinn verður tekinn undir fjölbýlishús. Nær væri að hlú að garðinum og huga vel að framtíð þessa verðmæta miðsvæðið.
Tillaga fulltrúa B og V lista:
Bæjarráð samþykkir að í kynningarbæklingi sem gefinn verður út vegna miðbæjarskipulags verði jafnframt kynning á fyrirliggjandi tillögu að skipulagi bæjargarðsins þó svo að auglýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagstillögunnar verði seinna á ferðinni en auglýsing deiliskipulagstillögu miðbæjar.
Fulltrúi D lista lagði fram svohljóðandi breytingatillögu:
Að samhliða útlitshugmynd af garðinum hálfum er nauðsynlegt að birta framtíðarmynd af garðinum heilum.
Breytingatillagan borin undir atkvæði, tillagan felld með tveimur atkvæðum fulltrúa B og V lista.
Tillaga fulltrúa B og V lista borin undir atkvæði, tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum B og V lista gegn atkvæði fulltrúa D lista.
Fulltrúi D lista lagði fram svohljóðandi bókun:
Samhliða útlitshugmynd af garðinum hálfum er nauðsynlegt að birta framtíðarmynd af garðinum heilum.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerðir til kynningar:
|
|
|
Engar.
3. 0706082
Kosning formanns skipulags- og byggingarnefndar -
Lagt er til að Kjartan Ólason verði formaður skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí 2007.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnaldssat hjá.
Eyþór lagði fram tillögu um þakkir til fráfarandi formanns skipulags- og byggingarnefndar fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Tillagan samþykkt samhljóða.
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12.50
Margrét K. Erlingsdóttir
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir