5.4.2018
50. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
50. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 21. mars 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1803167 - Lántökur 2018 - Selfossveitur |
|
Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 180.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga. |
|
|
|
2. |
1510214 - Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð |
|
Vegna breytinga sem gerðar voru á innheimtu fyrir heitt vatn í Tjarnarbyggð í upphafi árs 2016, vill undirritaður óska eftir upplýsingum í framhaldi af þeim.
1. Hvaða aðgerðir var farið í til að tryggja hitastig og þrýsting á heitu vatni í Tjarnarbyggðinni, við þær
breytingar?
2. Er framkvæmd á sölu á heitu vatni til notenda í Tjarnabyggð orðið eins og hjá öðrum notendum í sveitarfélaginu?
3. Er hitastig og þrýstingur á heita vatninu til samræmis við það sem gerist hjá öðrum notendum í sveitarfélaginu?
Helgi S. Haraldsson, fulltrúi B-lista.
1.Settir voru hemlar á endahús til þess að tryggja jafnara hitastig.
2. Já, fyrir utan þá staði sem eru með hemla. Stjórnin vekur athygli á að sama gjaldskrá gildir fyrir dreifbýli og þéttbýli.
3. Stjórnin óskar eftir við framkvæmdastjóra að teknar verði saman upplýsingar á húshitunarkostnaði í sveitarfélaginu eftir þéttbýliskjörnum og dreifbýli. |
|
|
|
3. |
0904212 - Tenging milli vatnsveitu Flóa og Árborgar |
|
Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga frá lokauppgjöri vegna samnings frá árinu 2010 um öflun og sölu á köldu vatni til Flóahrepps. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30
Gunnar Egilsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson