51. fundur bæjarráðs
51. fundur bæjarráðs Árborgar, aukafundur, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 29.06.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:00
Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
|
Engar |
|
|
|
|
2. Fundargerðir til kynningar:
|
Engar |
|
|
|
|
Lagðar fram.
3. Tilboð frá Orkuveitu Reykjavíkur í hlut Sveitarfélagsins Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir að hafna tilboði Orkuveitunnar um kaup á 1.378% hlut Sveitarfélagsins Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja.
4. Tilboð frá Geysir Green Energy ehf. í hlut Sveitarfélagsins Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Geysir Green Energy ehf. um kaup á 1.378% hlut Sveitarfélagsins Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja á genginu 7,1.
Bæjarfulltrúi D lista lagði fram tillögu;
Bæjarráð samþykkir að andvirði vegna sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja verði varið til greiðslu og lágmörkun skulda og nýrra lána Sveitarfélagins Árborgar.
Fulltrúar B og V lista lögðu fram breytingartillögu;
Bæjarráð samþykkir að andvirði sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja verði varið til uppbyggingar í þágu íbúa sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir Bæjarráð að andvirðinu verði varið til greiðslu og lámörkun skulda sveitarfélagsins.
Breytingatillagan var samþykkt samhljóða.
5. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:50
Margrét K. Erlingsdóttir
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir