1.10.2015
51. fundur bæjarráðs
51. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 1. október 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, varamaður, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Varaformaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá drög að samningi við Laugar ehf um aðgengi að Sundhöll Selfoss. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1509154 - Trúnaðarmál |
|
Fært í trúnaðarbók. |
|
|
|
2. |
1509151 - Beiðni Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka um aukið framlag til rekstrar á árinu 2016 |
|
Bæjarráð samþykkir aukið framlag til rekstrar safnsins sem nemur 200.000 kr. á árinu 2016. |
|
|
|
3. |
1509121 - Umsókn Jóns Jónssonar um leyfi Sveitarfélagsins Árborgar til uppsetningar skiltis við Stokkseyrarfjöru |
|
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar sem er með vinnu í gangi við gerð skilta til leiðbeiningar fyrir ferðamenn. |
|
|
|
4. |
1509114 - Beiðni Axels Inga Viðarssonar um leyfi Sveitarfélagsins Árborgar sem landeiganda fyrir að láta söluvagn standa við íþróttavallarsvæðið við Engjaveg |
|
Samþykkt með fyrirvara um að formlegt samþykki UMFS verði lagt fram. |
|
|
|
5. |
1509125 - Styrkbeiðni HSK, dags. 21. september 2015, vegna gerðar heimildamyndar um Landsmót UMFÍ á sambandssvæði HSK |
|
Helgi S. Haraldsson, B-lista, vék af fundi. Bæjarráð samþykkir beiðnina. Helgi kom inn á fundinn að afgreiðslu lokinni. |
|
|
|
6. |
1509115 - Svar við fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttir, S-lista, um kostnað við að skipta um gúmmí á sparkvöllum |
|
Lagt var fram svar við fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, fyrirspurnin var svohljóðandi: Í Sveitarfélaginu Árborg eru 5 sparkvellir/knattspyrnuvellir þar sem notað er endurunnið dekkjagúmmí. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um heilsuspillandi áhrif þess að slíkt gúmmí sé notað á slíkum völlum. Vegna þessa óska ég eftir að það verði skoðað hvað það felur í sér mikla kostnaðaraukningu að skipta út því endurunna dekkjagúmmíi, sem notað er í dag í sveitarfélaginu, í umhverfisvænt gúmmí? Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista Svarið er eftirfarandi: Markmið: Skoða kostnað við að skipta út svokölluðu ?dekkjakurli? í gervigrasvöllum fyrir gúmmí sem er ekki endurunnið úr dekkjum. Undirritaður hefur farið yfir kostnað við að skipta út svörtu gúmmíi úr gervigrasvöllum í Sveitarfélaginu Árborg og setja nýtt endurunnið gúmmí sem ekki er unnið úr dekkjum. Í Sveitarfélaginu Árborg er einn stór keppnisvöllur með gervigrasi og 4 sparkvellir. Kostnaður við að skipta út gúmmi fyrir hvern völl - Gervigrasvöllur á Selfossvelli: 23 milljónir - Þrír KSÍ sparkvellir (Eyrarbakki, Stokkseyri og Sunnulækur): 2,5 milljónir hver völlur - Sparkvöllur við Vallaskóla: 3 milljónir Samtals væru þetta um 33,5 milljónir að skipta út gúmmíi en nota áfram það gervigras sem er á völlunum. Svo má horfa til þess að allir þessir vellir eru að detta á tíma hvað varðar endingu gervigrassins. Vallaskólavöllurinn er t.d. kominn að endurnýjun og hina þarf að skoða á næstu árum. Það gæti því verið skynsamlegt að setja upp áætlun um endurnýjun og skoða þá nýjar lausnir í gervigrasi en þróunin hefur verið mikil frá því síðast var sett gervigras hér. Kostnaður við að skipta um gervigras í sparkvelli og nota nýtt kerfi er ca. 4,5 milljónir hver sparkvöllur. - Það samanstendur af 20mm foam lagi, 25mm gervigrasi sem er með silicasand fyllingu. Þessi fylling á víst að halda sér betur í vellinum og því minnka líka þrif í skólum og heima fyrir þegar dekkjakurlið hrynur af sokkum og úr skóm. Kostnaður við að skipta um gervigras í löglegum keppnisvelli og nota grátt gúmmí sem er í lagi er ca. 50 milljónir miðað við þá velli sem hafa verið lagðir núna. Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við að setja nýja gerð af gúmmíi á velli þegar þeim er viðhaldið í stað dekkjagúmmís. |
|
|
|
7. |
1509192 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september 2015, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu |
|
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að haft verði samráð við sveitarfélög sem eiga upprekstrarrétt á svæðinu og aðra hagsmuni. |
|
|
|
8. |
1509183 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september 2015, um umsögn - frumvarp til laga um náttúruvernd, varúðarreglu, almannarétt, sérstaka vernd, framandi tegundir o.fl. |
|
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að skila inn umsögn. |
|
|
|
9.
|
1509182 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september 2015, um umsögn - frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
10.
|
1509152 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. september 2015, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026
FYRRI HLUTI - SEINNI HLUTI |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
11.
|
1509135 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 22. september 2015, um umsögn - frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
12. |
1510002 - Drög að samkomulagi við Laugar ehf um aðgengi að Sundhöll Selfoss |
|
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur framkvæmdastjóra að leggja lokahönd á samninginn og undirrita hann. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
13. |
1509175 - Tilkynning um ársþing SASS sem haldið verður dagana 29. og 30. október 2015 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
14. |
1509122 - Kynning á ráðstefnu á vegum Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa - stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018 "Frítíminn er okkar fag" |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Kjartan Björnsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Eyrún Björg Magnúsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |