Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.3.2013

51. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

51. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 6. mars 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10 

Mættir: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson,  framkvæmda- og veitustjóri.
 
  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1303003 - Stígar 2013

 

Stjórnin ákveður að óska eftir tilboðum í eftirfarandi göngustíga; meðfram Langholti frá Vallholti að Merkilandi, frá Engjavegi í gegnum Stekkholt að Austurvegi, auk áframhalds Ölfusárstígs og meðfram Fossheiði. Gert er ráð fyrir ofangreindum verkefnum í samþykktri fjárfestingaráætlun ársins 2013.  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna að framtíðaráætlun vegna ófrágenginna göngustíga í sveitarfélaginu.

 

   

2.

1108086 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun

 

Samþykkt jafnréttisstefna Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram til kynningar.

 

   

3.

1302219 - Kynning - breyting á útisvæðum í náttúrulega griðastaði

 

Kynningarefni frá SAGE gardens lagt fram.

 

   

4.

1303005 - Sláttur og hirða á opnum svæðum 2013

 

Marta María kom inn á fundinn og kynnti fyrirkomulag á hirðingu og slætti á opnum svæðum í sveitarfélaginu sumarið 2013. Ákveðið að setja skýringarmyndir af umhirðustigi inn á heimasíðu Svf. Árborgar til upplýsingar fyrir íbúa fyrir sumarið 2013.

 

   

5.

1303006 - Framkvæmd hunda- og kattaeftirlits í Sveitarfélaginu Árborg 2013

 

Framkvæmda- og veitustjóra er falið að koma með nánari útfærslur að framkvæmd hunda- og kattaeftirlits.

 

   

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Eggert Valur Guðmundsson

 

Andrés Rúnar Ingason

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica