11.5.2018
51. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
51. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 24. apríl 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Ragnheiður Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Dagskrá:
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. |
1804240 - Ársreikningur Selfossveitna 2018 |
| |
Ólafur Gestsson endurskoðandi, lagði fram og skýrði ársreikning Selfossveitna fyrir árið 2017. Stjórnin staðfestir reikninginn. |
| |
|
|
| 2. |
1710088 - Hönnun á dælustöð og miðlunargeymir Selfossveitna |
| |
Sigurður Þór lagði fram drög að hönnun á nýrri dælustöð og miðlunargeymi fyrir Selfossveitur að Austurvegi 67. |
| |
|
|
| 3. |
1601147 - Eyraveita dælustöð 2017 |
| |
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við nýja dælustöð vatns- og hitaveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á næstu vikum. |
| |
|
|
| 4. |
1711264 - Viðbygging við Leikskólann Álfheima |
| |
Stjórnin samþykkir að fela framkvæmda- og veitustjóra að hefja vinnu við forvalsútboð vegna stækkunar leikskólans Álfheima. |
| |
|
|
| 5. |
1804229 - Útistofur við Vallaskóla 2018 |
| |
Framkvæmda- og veitustjóra falið að gera verðkönnun á þremur færanlegum útistofum við Vallaskóla. |
| |
|
|
| 6. |
1802086 - Beiðni - greining á þörf íbúa og fyrirtækja fyrir þrífasa rafmagn |
| |
Framkvæmda- og veitustjóra falið að taka saman upplýsingar og svara beiðninni. |
| |
|
|
| 7. |
1801146 - Fablab smiðja við FSu |
| |
Stjórnin samþykkir að styrkja uppsetningu á Fablab smiðju við FSu með kaupum á Roland GS-24 vínilskera. |
| |
|
|
| 8. |
1312083 - Endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999 |
| |
Lögð fram endurskoðuð umsögn um reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999 að teknu tilliti til aðstæðna og staðhátta í Sveitarfélaginu Árborg. Framkvæmda- og veitustjóra falið að skila inn umsögn stjórnar.
Helgi S. Haraldsson sat hjá við afgreiðslu málsins. |
| |
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 10:30
| Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson
|
| Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson
|
| Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
|