52. fundur skipulags- og byggingarnefndar
52. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 26. júní 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Ármann Ingi Sigurðsson, varaformaður, B-lista (B)
Þorsteinn Ólafsson, nefndarmaður V-lista (V)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi
Ármann Ingi Sigurðsson óskar eftir afbrigðum vegna deiliskipulags Miðbæjarins.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
•1. 0806095 - Umsókn um lóðina Túngötu 9 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Mörður ehf kt:560798-2379
Sóltún 30, 105 Reykjavík
Samþykkt
•2. 0804033 - Tillaga að deiliskipulagi að Larsenstræti 1 Selfossi, áður á fundi 12 júní sl.
Umsækjandi: Ask arkitektar
Gunnar Örn Sigurðsson
Geirsgata 9, 101 Reykjavík
Málinu frestað þar sem fullnægjandi gögn og upplýsingar hafa ekki borist.
•3. 0804126 - Tillaga að deiliskipulagi að Byggðarhorni breyting, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist.
Umsækjandi: fh eigenda Landform ehf
Austurvegur 6-8, 800 Selfoss
Málið sent í rýnihóp um skipulagsmál og óskað eftir greinargerð vegna framkomninna athugasemda.
•4. 0508068 - Svar við beiðni Skipulagsstofnunar um svar Vegagerðarinnar frá 29. Mai 2008.
Viðbrögð við svari Vegargerðarinnar frá 7.maí 2008, undirritað af
Svani Bjarnasyni.
Helstu forsendur málsins:
Hringtorgið er nú með þrjá meginarma; að Ölfusárbrú, Austurvegi og Eyrarvegi. Deiliskipulagið var unnið á grundvelli samkeppnistillögu og var ein megin hugmynd hennar að opna fyrir möguleika á hleypa umferð frá hringtorginu inn á nýtt miðbæjartorg, en ákveðið var að hafa hæga umferð (gönguhraða) um nýjan miðbæ og dreifa bílastæðum og umferð um svæðið.
Í greinargerð deiliskipulagsins segir m.a. .."gert er ráð fyrir fjórða arminum við hringtorgið, einstefnu til suðurs inn á miðbæjartorg. Þessum fjórða armi er hægt að bæta við hringtorgið þegar uppbygging á deiliskipulagssvæði verður komin vel á veg og innra gatnakerfi þess tilbúið."
Mál þessi voru rædd á 4. fundi starfshóps um miðbæjarskipulag 19. mars 2007. Þar kom fram að stútur þessi auðveldar aðkomu að miðbæjartorgi, en jafnframt komu fram áhyggjur Vegagerðarinnar af fjölgun arma á hringtorginu.
Umferðarráðgjafar (VGK-Hönnun) voru fengnir til að skoða þetta sérstaklega.
Í skýrslu þeirra frá apríl 2007 segir ma. eftirfarandi um hugmyndir um fjórða arminn:
"Í deiliskipulagi ASK-arkitekta er gert ráð fyrir að fjórða arminum verði bætt við gatnamótin. Um er að ræða einstefnu til suðurs sem veitir aðgengi að miðbænum beint frá hringtorginu. Að mati skipulagshöfunda er þessi tenging mikilvægur hluti af skipulaginu, tenging inn á nýtt bæjartorg. Þá segir í umsögn dómnefndar í samkeppni um skipulag miðbæjarins að miðbæjarhlið myndi grípandi ásýnd. Ekki er gert ráð fyrir mikilli umferð um þessa tengingu en hún léttir þó á umferð úr norðri sem annars færi um Austurveg eða Eyrarveg inn á svæðið. Með fjölgun arma úr þremur í fjóra þá fjölgar bágapunktum (þar sem umferðarstraumar koma saman, skerast eða greinast), umferðarrýmd og umferðaröryggi torgsins minnkar. Þar sem fjórða tengingin er einstefna út úr torginu eru neikvæð áhrif hennar á umferð um torgið óveruleg."
Mótvægisaðgerðir vegna fjórða arms á hringtorið eru eftirfarandi:
Við höfum alltaf gert ráð fyrir að loka mætti þessari aðkomu við sérstakar aðstæður í fullu samráði við Vegagerðina, t.d. þegar umferð er mikil um hringtorgið og mikilvægt að leiðir séu greiðar.
Við teljum að venjuleg, hefðbundin umferð muni ekki truflast af þessari aðkomu og bendum á skýrslu umferðarráðgjafa hjá VGK-hönnun, okkur til stuðnings.
Leggja skal áherslu á að ekki er gert ráð fyrir að stútur verði gerður fyrr en uppbygging miðbæjar er vel á veg komin og að skoða megi málið á ný þegar nær dregur.
Samþykkt.
Samþykktir byggingafulltrúa:
•5. 0806117 - Byggingarleyfi fyrir hænsnakofa að Norðurbraut 21 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Þórey Pálsdóttir KT: 050966-5939
Norðurbraut 21, 801 Selfoss
Samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45
Ármann Ingi Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson
Grímur Arnarson
Kristinn Hermannsson
Bárður Guðmundsson
Gísli Davíð Sævarsson