52. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
52. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mættir: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri.
Formaður leitaði afbrigða til að taka inn erindi frá Sigurði K. Kolbeinssyni. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1303238 - Viðhald á íþróttahúsi Stokkseyrar 2013 |
|
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, og Gísli Davíð Sævarsson, umsjónarmaður fasteigna, komu á fundinn og kynntu möguleika á úrbótum varðandi nauðsynleg viðhaldsverkefni í íþróttahúsinu á Stokkseyri. Stjórnin ákveður að ráðast í byggingu nýs áhaldahúss við íþróttahúsið og leggur til við bæjarráð að kostnaði verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2013. Braga falið að gera verðkönnun á nýju gólfefni í sal íþróttahússins. Auk þessara verkefna verður farið í þær framkvæmdir sem þegar hafa verið ákveðnar og eru á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2013, sem er endurnýjun þaks, lagfæringar á rakaskemmdum og endurbætur á hljóðvist hússins. |
||
|
||
2. |
0912091 - Umhleðsluaðstaða á gámasvæði Árborgar |
|
Í ljósi breyttra aðstæðna á gámasvæði þar sem umhleðslustöðin á svæðinu hefur verið lögð af, opnast möguleiki fyrir sveitarfélagið að nýta mannvirki sem fyrir eru. Um er að ræða ramp sem áður var nýttur sem umhleðsluaðstaða. Hugmyndir stjórnarinnar ganga út á það að svæðið verði nýtt undir móttöku lífræns úrgangs. Stjórnin óskar eftir aukafjárveitingu við bæjarráð til kaupa á aðstöðunni af Sorpstöð Suðurlands til framtíðarnota fyrir sveitarfélagið. |
||
|
||
3. |
1303003 - Stígar 2013 |
|
Farið yfir niðurstöður útboðs á "Stígar og plön á Selfossi 2013". Lægsta tilboð var frá GeoTækni og nam 23.700.000,- sem er 77% af kostnaðaráætlun verksins. Áætluð verklok eru 31. júlí 2013. |
||
|
||
4. |
1304288 - Beiðni um afslátt af heitu vatni fyrir Fagra-Tanga |
|
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |