52. fundur bæjarráðs
52. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 05.07.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að taka á dagskrá samþykkt til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701062 |
frá 20.06.07 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
1.a) 1.liður Nú stendur yfir endurskoðun á reglum um leyfi starfsmanna sveitarfélagsins til náms samhliða starfi og um námsleyfi. Bæjarráð mun taka afstöðu til þessa máls að þeirri endurskoðun lokinni.
1.a) Erindi til kynningar;a) Bæjarráð lýsir ánægju sinni með umhverfisstefnu og áherslur leikskóla sveitarfélagsins.
b) Niðurstöður þessarar rannsóknar eru gagnleg viðbót við þær upplýsingar og þekkingu sem fyrir liggja um barnavernd hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar og munu nýtast vel við áframhaldandi fræðslu og ráðgjöf til starfsmanna leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
1.b) 1.liður bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2008
1.b) 2.liður bæjarráð samþykkir að fela verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að yfirfara alla samninga og samkomulög sem heyra undir málaflokkinn og undirbúa endurnýjun eða gerð nýrra samninga.
1.c) 2.liður Bæjarráð óskar íbúum við Lágengi til hamingju með viðurkenninguna og jafnframt garðeigendum við Tröllhóla 10, Laufhaga 10 og Fagurgerði 4. Bæjarráð Árborgar lýsir sérstakri ánægju með almennan áhuga íbúa sveitarfélagsins á umhirðu garða og nánasta umhverfis.
1. d) 4.liður bæjarráð frestar staðfestingu þessa liðar.
1.d) 9.liður Bæjarráð samþykkir deiliskipulagið enda liggi undirritaður samningur fyrir þegar tillagan verður auglýst.
1.d) 10.liður Formaður lagði til að málinu væri vísað til umfjöllunar í starfshópi um aðalskipulag.
Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B og V lista. Fulltrúi D lista sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
Enn er verið að breyta því sem fagnefndin leggur til þó henni sé stjórnað af sama meirihluta og myndar meirihluta í bæjarráði.
Það orkar tvímælis að senda ekki tillögu um aðalskipulagsbreytingu á bæjargarðinum sem samþykkt var að ráðast í á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi í meðferð hjá Aðalskipulagshópi, en senda svo þessa breytingu sem klárlega er minniháttar í samanburði við Bæjargarðsmálið í slíka meðferð.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0701073 |
frá 06.06.07 |
|
b. |
0701067 |
frá 19.06.07 |
Fundargerðirnar lagðar fram.
3. 0706076
Umsókn Einars Elíassonar um byggingarleyfi fyrir flugvélaskýli á Selfossflugvelli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og skila bæjarráði niðurstöðu.
4. 0706080
Svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 49. fundi um hvernig haldið verði upp á 60 ára afmæli Selfossbæjar
Meirihluti bæjarstjórnar ráðgerir ekki sérstök hátíðarhöld í tilefni 60 ára afmælis Selfossbæjar, enda Selfossbær sem stjórnsýslueining ekki til eftir að Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 1998. Meirihluti bæjarráðs vill hins vegar hvetja leik- og grunnskóla á Selfossi til þess að gera sögu Selfoss sem bæjar sérstaklega skil á árinu og vekja þannig athygli ungra Selfyssinga á merkri sögu bæjarins. Á sama hátt hvetur meirihlutinn leik- og grunnskóla á Eyrarbakka og á Stokkseyri til að halda á sama hátt til haga í starfi sínu sögu sinna þorpa þannig að unga fólkið og komandi kynslóðir megi þekkja rætur sínar og síns umhverfis.
Á næsta ári, 2008, verða tíu ár liðin frá því að Sveitarfélagið Árborg varð til og því telur meirihluti bæjarstjórnar mikilvægt að gera góð skil þegar þar að kemur.
5. 0608004
Tillaga um ráðstöfun samþykktra útgjalda af óreglulegum lið
Tillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa B og V lista. Fulltrúi D lista sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi ítrekar fyrri afstöðu Sjálfstæðismanna um að bæjarráði sé haldið upplýstu um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með mánaðarlegu yfirliti sviða.
6. 0706088
Viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar og Fræðslunets Suðurlands um gerð samstarfssamnings á sviði endurmenntunar starfsmanna sveitarfélagsins.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu: Bæjarráð lýsir sérstakri ánægju með fyrirhugað samstarf við Fræðslunet Suðurlands og felur bæjarstjóra, starfsmannastjóra og framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að nánari útfærslu verkefnisins í samræmi við viljayfirlýsinguna. Hugmyndir um útfærslu skulu lagðar fram við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2008.
Tillagan borin upp til atkvæða, samþykkt með atkvæðum B og V lista, fulltrúi D lista sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að greina þörfina á þessu verkefni strax í upphafi svo haldið sé utan um kostnað og ávinning.
7. 0705142
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að fjölbýlishúsalóðir við Akurhóla 2-4-6 verði auglýstar, afgreiðslu frestað á 48. fundi bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í byggingarrétt lóðanna og felur framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs að undirbúa málið í samráði við bæjarstjóra og leggja tilboðsgögn fyrir bæjarráð áður en til auglýsingar kemur.
8. 0706122
Ráðstöfun lands Borgar, áður frestað á 48. fundi bæjarráðs (0705110 og 0705036, umsóknir um beitarland í landi Borgar)
Bæjarráð samþykkir að fresta leigu á landi Borgar um óákveðinn tíma.
9. 0705158
Styrkbeiðni - sumarbúðir fyrir sykursjúk börn 2007
Bæjarráðs samþykkir beiðnina. Kostnað vegna málsins skal greiða af liðnum óráðstafað 27-110.
10. 0406077
Húsnæði fyrir Strók.
Bæjarráð samþykkir að bjóða Klúbbnum Strók húsið við Skólavelli 1 á Selfossi til leigu frá þeim tíma sem sérdeild Vallaskóla flyst í Sunnulækjarskóla næstkomandi haust. Bæjarráð felur bæjarritara að ganga frá leigusamningi við félagið og leggja fyrir bæjarráð.
11. 0706041
Verklagsreglur um gerð menningarstefnu,
Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar með þeim breytingum að formaður menningarnefndar verði formaður starfshópsins og stýri vinnu hópsins. Kostnað vegna málsins skal greiða af liðnum óráðstafað 27-110.
12. 0703143
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 400.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að framkvæmda sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.
Jafnframt er Guðlaugu Sigurðardóttur, kt. 100966-3879 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B og V lista.
Fulltrúi D lista sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
Nýleg sala á hlut sveitarfélagsins Árborgar á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja sem samþykkt var samhljóða í bæjarráði og bæjarstjórn ásamt þeim skilmálum að fjármunirnir yrðu notaðir til að lágmarka lántökur hlýtur að koma hér til skoðunar. Tekjur vegna sölu hlutabréfanna eru yfir sjö hundruð milljónir sem sveitarfélagið hefur til viðbótar í handbært fé. Það skýtur því skökku við að bæjarráð skuli samþykkja lántöku upp á fjögur hundruð milljónir daginn eftir samhljóða samþykkt bæjarstjórnar um lágmörkun lántöku vegna þess hvalreka sem salan á hitaveitubréfunum er.
13. Erindi til kynningar:
a) 0706097
Fundarboð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands
b) 0706086
Upplýsingar um stöðu mála varðandi framlag ríkisins til Gaulverjaskóla fyrir árið 2006
c) 0706085
Upplýsingar um tilraunaverkefni um nágrannavörslu
d) 0703083
Samningur um samstarf ríkis og sveitarfélaga um menningarmál
e) 0703083
Samstarfssamningur sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:32
|
Margrét K. Erlingsdóttir |
|
Eyþór Arnalds |
|
Ragnheiður Hergeirdóttir |