14.10.2015
53. fundur bæjarráðs
53. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. október 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, boðuðu forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1501031 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar |
|
18. fundur haldinn 22. september
19. fundur haldinn 6. október
20. fundur haldinn 8. október |
|
Fundargerðirnar staðfestar. |
|
|
|
2. |
1501028 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
14. fundur haldinn 8. október |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
3. |
1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
15. fundur haldinn 7. október |
|
-liður 12, 1909091 ósk um umsögn um stofnun lögbýlis Ásamýri 1. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um ósk um stofnun lögbýlis.
-liður 18, 1510035 umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
-liður 19, 1510036, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir háspennustreng í Austurvegi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
-liður 20, 1509118, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Suðurhólum í tengivirki Selfossi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
-liður 24, 1302259, tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísarstaðalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
-liður 25, 1503075, tillaga að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
-liður 26, 1103050, tillaga að skipulagi miðbæjar Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
4. |
1510090 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu |
|
22. fundur haldinn 9. október |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
5. |
1510086 - Beiðni Samborgar, samstarfs foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg, dags. 29. september 2015, um akstur af skólavistunum í íþrótta- og tómstundatíma. |
|
Málið er til skoðunar vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016. |
|
|
|
6. |
1510056 - Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss, dags. 6. október 2015, um styrk til uppbyggingar í Hellisskógi 2016 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
|
|
|
7. |
1510087 - Tillaga Helga S. Haraldssonar, B-lista, um áskorun á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þannig að þeir verði í samræmi við verkefni þeirra |
|
Bæjarráð Svf. Árborgar skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum eru falin og þeim ber að uppfylla samkvæmt lögum. Greinargerð: Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018 segir: ”Sveitarfélögum skulu tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar í samræmi við þau verkefni sem þeim eru falin í stjórnarskrá og lögum. Þeir skulu vera nægjanlega fjölþættir og sveigjanlegir í eðli sínu svo þeir geti staðið undir þeirri fjölbreyttu þjónustu sem íbúar þeirra kalla eftir." Eins og staðan er í dag er ljóst að tekjustofnar sveitarfélaga standa ekki undir þessum markmiðum. Einnig er ljóst að ef ekkert verður að gert, mun rekstrarkostnaður sveitarfélaga hækka mun meira en tekjur þeirra á næstu mánuðum. Ef engin breyting verður gerð munu sveitarfélög illa geta staðið undir hlutverki sínu og skyldum á næstu mánuðum og árum. Helgi Sig. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.
Bæjarfulltrúar D-lista taka undir tillöguna sem var samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
8. |
1508178 - Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. október 2015, um móttöku sveitarfélaga á flóttamönnum |
|
Lögð voru fram gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Ásta Stefánsdóttir |