Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.7.2007

53. fundur bæjarráð

 

53.fundur haldinn í bæjarráði Árborgar fimmtudaginn 19. júlí 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,  kl.08:10

 

Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi V-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista,  varamaður Eyþórs Arnalds,
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 12.07.07

 

              Fundargerðin staðfest samhljóða

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 

 

Engar.

 

 

3. 0706076

 

Umsókn Einars Elíassonar um byggingarleyfi fyrir flugvélaskýli á Selfossflugvelli.  Áður á dagskrá bæjarráðs 5. júlí s.l.

 

Bæjarráð telur ekki unnt að afgreiða umsóknina fyrr en niðurstaða vinnuhóps um flugvöll og niðurstaða aðalskipulagshóps liggur fyrir en þar er fjallað um framtíðarstaðsetningu flugvallarins.

 

Bókun frá fulltrúa D-lista:

 

Mikilvægt er að festa Selfossflugvöll í sessi í Árborg með það að markmiði að tryggja vöxt í starfsemi flugvallarins.  Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og vinna hratt.

 

4. 0706081

 

Kostnaðaráætlun vegna endurskipulagningar efnistöku í námu sem sveitarfélagið á hlut í í landi Seyðishóla.  Áður á dagskrá bæjarráðs 21.júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í kostnaði vegna endurskipulagningar efnistöku í námunni í samræmi við eignarhlut.  Kostnaður Árborgar vegna málsins er áætlaður um 350 þús.kr. og skal greiddur af liðnum óráðstafað 27-110.

 

5. 0704089

 

Stofnun einkarekins tónlistarskóla, erindi frá Stefáni Þorleifssyni og Ingibjörgu Erlingsdóttur.

 

Margrét Katrín Erlingsdóttir B-lista vék af fundi vegna vanhæfis í máli nr. 5 og inn komÞorvaldur Guðmundssonvaramaður hennar. Varaformaður bæjarráðs Jón Hjartarson tók við stjórn fundarins.

 

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu: Bæjarráð samþykkir að verða ekki við erindinu nú en lýsir áhuga til að skoða málið nánar og vísar þeirri umræðu til gerðar fjárhagsáætlunar vegna ársins 2008.

 

Fulltrúi D lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

Bæjarráð fagnar áhugaverðu framtaki umsækjenda um stofnun einkarekins tónlistarskóla.  Bæjarráð samþykkir reglugerð fyrir Tónlistarskóla Suðurlands og að ganga til samninga við umsækjendur um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri skólans með það að markmiði að starfsemi geti hafist í ágúst 2007.  Bæjarstjóra er falið að ganga til samningaviðræðna við umsækjendur og leggja drög að samningi og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

Greinargerð:

 

Hér er gott tækifæri fyrir Árborg að byggja enn frekar upp blómlegt tónlistarlíf í sveitarfélaginu og saxa á biðlista eftir tónlistarnámi.  Starfstími Tónlistarskóla Suðurlands er frá ágúst til júlí ársins eftir.  Fái tónlistarskólinn ekki samþykkta reglugerð fær hann ekki starfsleyfi.  Taki Árborg ekki þátt í stofnun skólans er hætta á að starfsstöð hans verði ekki á Selfossi eða að skólinn fari alls ekki af stað.

 

Tillaga fulltrúa D lista borin upp til atkvæða og felld með tveimur atkvæðum fulltrúa B og V lista. 

 

Fulltrúi B lista gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

 

Meirihlutinn telur að um mikilsvert framtak sé að ræða til eflingar tónlistaruppeldis og menningar í héraðinu og muni auka á fjölbreytni á þessu sviði.  Meirihlutinn ítrekar áhuga og vilja til að skoða málið nánar og vísar umræðu og vinnu við slíka skoðun til gerðar fjárhagsáætlunar á komandi hausti. 

 

Nauðsynlegt er að þegar stofnað er til nýrra rekstrarútgjalda sveitarfélagsins til framtíðar að fyrir liggi mótaður rammi um aðkomu þess og umfang kostnaðarþátttöku.

 

Fulltrúi D lista gerði grein fyrir atkvæði sínu:

 

Forsendur fjárhagsáætlunar hafa breyst vegna sölu sveitarfélagsins í  Hitaveitu Suðurnesja.  Bæjarráð samþykkti 29. júní að nýta þá fjármuni til niðurgreiðslu skulda og uppbyggingar í þágu íbúa Árborgar.  Meirihlutinn hefur ekki markað sér stefnu í málefnum tónlistarskóla og missir því frá sér frumkvæði til að sýna hug sinn í verki.

 

Tillaga formanns lögð fram til atkvæða og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B og V lista gegn atkvæði fulltrúa D lista.

 

Fyrirspurn frá fulltrúa D lista:

 

1. Hve háa leigu greiðir Árborg fyrir Eyraveg 9, húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga, á mánuði ?

 

2. Til hve langs tíma er samningurinn um leigu hússins ?

 

3. Hvernig er nýting hússins undir tónlistarstarfsemi árið um kring ?

 

Fyrirspurninni verður svarað við fyrsta tækifæri.

 

Margrét Katrín Erlingsdóttir kom aftur inn og tók við stjórn fundar og Þorvaldur Guðmundssonvék af fundi.

 

6. 0706125

 

Erindi frá Umhverfisráðuneyti.  Drög að reglugerð um hávaða. 

 

Bæjarráð vísar drögunum til umsagnar hjá umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.  Bæjarritara er falið að ganga frá umsögn um reglugerðina.

 

7.        

 

Ósk um heimild og fjárveitingu til aukningar á stöðugildum í skólavistun Vallaskóla.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni um fjárveitingu til fjölgunar stöðugilda vegna barna með sérstakar þarfir.  Kostnað vegna málsins kr. 1.535 þúsund skal greiða af liðnum óráðstafað 27-110.

 

8. Erindi til kynningar:    

 

0706162

 

Námskeið fyrir sveitarfélög um samningsstjórnun 13. – 14. ágúst n.k.

 

b. 0707121

 

Ársskýrsla Brunamálastofnunar. Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.

 

c. 0707101

 

Opnir dagar Héraðanefndar ESB í haust.

 

Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um kostnað og tilhögun ferðar og leggja fyrir bæjarráð.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:25

 

 

Jón Hjartarson

 

Margrét K. Erlingsdóttir

Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Ragnheiður Hergeirdóttir

 

--- Ragnheiður Hergeirsdóttir---
              bæjarstjóri

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica