53.fundur bæjarstjórnar
53. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 – haldinn miðvikudaginn 8. febrúar 2006 kl. 17:00 í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.
Mætt:
Ásmundur Sverrir Pálsson
Þorvaldur Guðmundsson
Páll Leó Jónsson
Gylfi Þorkelsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Ari B. Thorarensen varafulltr. í fjarv. Halldórs Vals Pálssonar
Björn B. Jónsson varafulltr. í fjarv. Einars Pálssonar
Guðmundur Karl Sigurdórsson varafulltr. í fjarv. Margrétar K. Erlingsdóttur
Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.
Einar Njálsson, bæjarstjóri fjarverandi í fríi.
Dagskrá:
I. Fundargerðir.
1. a) 157. fundur bæjarráðs frá 12.01.06
Páll Leó ítrekaði fyrirspurn sína vegna 3. og 4. liðar
Þorvaldur tók til máls og sagði svör ekki liggja fyrir en væru væntanleg.
Fundargerðin staðfest með framangreindum athugasemdum
2.
a) Skipulags- og byggingarnefnd frá 10.01.06
- að undanskildum lið 2 og 10, áður staðfestir
b) Félagsmálanefnd frá 09.01.06
c) 158. fundur bæjarráðs frá 19.01.06
a) Skipulags- og byggingarnefnd – liður 2, Þorvaldur lagði fram tillögu frá meirihlutanum:
“Bæjarstjórn Árborgar felur bæjarstjóra að leita sérfræðiaðstoðar til að rannsaka og ganga úr skugga um hvort möguleiki er á að nýta til bygginga svæði milli byggðarinnar á Eyrarbakka og norður að þjóðvegi en umrætt svæði er skilgreint sem flóðasvæði á aðalskipulagsuppdrætti sem er hjá Skipulagsstofnun til staðfestingar. Kostnaður og tímaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars.
Fulltrúar B og S lista.”
Páll Leó lagði fram bókun:
“Við fögnum því að meirihlutinn skuli með þessari tillögu taka undir málflutning okkar um að aðalskipulag Árborgar, þann þátt sem snýr að skipulagi Eyrarbakka.”
Páll Leó Jónsson, Ari Thorarensen.
Ragnheiður Hergeirsdóttir tók til máls og lagði fram bókun frá meirihlutanum:
“Á bæjarstjórnarfundi þann 13. janúar síðastliðinn samþykkti meirihluti S og B lista tillögu þess efnis að gerðar yrðu frekari rannsóknir á flóðahættu á svæðinu milli þjóðvegar og núverandi byggðar á Eyrarbakka áður en svæðið yrði hugsanlega skipulagt sem íbúðabyggð.
Með þessari tillögu sem nú liggur fyrir er verið að ýta þessari vinnu úr vör.
Munurinn á sjónarmiðum meiri- og minnihluta er sá að minnihlutinn virðist vilja skipuleggja byggð á skilgreindu flóðasvæði en það er meirihlutinn ekki tilbúinn að gera nema að undangengnum frekari rannsóknum.”
S og B listar.
Tillagan síðan borin upp og samþykkt samhljóða.
a) Bæjarráð – Ari tók til máls um 5. lið breikkun hringtorgs við Ölfusárbrú og kvað fulltrúa minnihlutans fagna þessari framkvæmd. Þorvaldur tók einnig til máls um sama efni og sömuleiðis Torfi.
Gylfi ræddi 8. lið fundargerðarinnar viðbyggingu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Páll Leó ræddi sama mál einnig fundargerð stjórnar SASS og vakti athygli á að forstöðumaður skólaskrifstofu Suðurlands er orðinn fulltrúi í skólamálanefnd Samb. Ísl. Sveitarfélaga einnig nefndi hann þakkarbréf frá hljómsveitinni Nilfisk.
Fundargerðirnar staðfestar með framangreindum athugasemdum
3.
a) Leikskólanefnd frá 18.01.06
b) 159. fundur bæjarráðs frá 26.01.06
Fundargerðirnar staðfestar samhljóða.
4.
a) Umhverfisnefnd frá 24.01.06
b) Framkvæmda- og veitustjórn frá 25.01.06
c) Skipulags- og byggingarnefnd frá 24.01.06
d) 160. fundur bæjarráðs frá 02.02.06
a) Umhverfisnefnd, Björn ræddi um 1. lið – efnistöku í Ingólfsfjalli.
d) bæjarráð – Ragnheiður tók til máls og ræddi afgreiðslu bæjarráðs á 1. lið fundargerð umhverfisnefndar. Einnig ræddi hún 12.lið – svar við fyrirspurn PLJ um biðlista eftir leikskólaplássi. Páll Leó ræddi sama lið einnig lagði hann fram ályktun um 8. lið:
“Bæjarstjórn Árborgar lýsir yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun Símans að loka verslun sinni á Selfossi.
Bæjarstjórn Árborgar skorar á forsvarsmenn Símans að endurskoða ákvörðun sína.”
Torfi og Gylfi tóku undir ályktunina einnig Þorvaldur og Ragnheiður. Ályktunin borin upp og samþykkt samhljóða.
Páll Leó ræddi 11. lið fundargerðarinnar og lagði fram tillögu:
“Bæjarstjórn Árborgar samþykkti að kanna uppbyggingu samgöngumiðstöðvar á Selfossi í tengslum við fyrirhugaðar strætisvagnaferðir milli Árborgar og höfuðborgarsvæðisins.”
Þorvaldur tók einnig til máls um sama lið og sömuleiðis Ari. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Gylfi ræddi 9. lið – rekstrarsamning við Umf. Selfoss um íþróttavallarsvæðið.
Fundargerðirnar staðfestar með framangreindum athugasemdum.
II. Önnur mál:
1. Samningur við Verðbréfastofuna hf. um kaup á byggingarrétti lóðanna Ástjörn 11 og Ástjörn 13.
Þorvaldur Guðmundsson fylgdi samningnum úr hlaði.
Ari kvaðst fagna þessari ákvörðun fyrir hönd minnihlutans. Gylfi tók einnig til máls og síðan var samningurinn borinn upp og staðfestur samhljóða.
2. Samþykkt Launanefndar Sveitarfélaga um heimild sveitarfélaga til að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamninga við starfsmannfélög.
Forseti kynnti tillögur til afgreiðslu.
Tillaga 1:
“Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að nýta þær heimildir sem felast í samþykkt Launanefndar Sveitarfélaga frá 28. janúar 2006 til að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamninga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga og Starfsgreinasamband Íslands, frá 29. maí 2005,
a) Að umsamin ný launatenging starfsmats sem taka átti gildi 1. júní 2006 taki gildi fyrr, eða frá 1. janúar 2006, eins og sýnt er í dálki A í fylgiskjali með samþykktinni.
b) Að bætt verði við launaflokkum á tiltekin störf í þessari tengingu skv. dálki B í fylgiskjali frá sama tíma og að lægsti viðmiðunarlaunaflokkur útborgaðra launa verði lfl. 115 eins og sýnt er í dálki B í fylgiskjali.
c) Að bætt verði við mánaðarlegum eingreiðslum allt að sömu fjárhæð fyrir viðkomandi störf og tilgreind er í dálkum C í fylgiskjalinu. Í eingreiðslum þessum eru innifalin orlofslaun og greiðast þær í samræmi við starfshlutfall.
Við sérstakar aðstæður þar sem launamunur er umtalsverður í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum á sama atvinnusvæði er sveitarstjórn heimilt í algjörum undantekningartilvikum að hækka tímabundið skilgreindar eingreiðslur skv. þessum staflið gagnvart einstökum störfum enda séu gerðar sömu kröfur til þeirra starfa sem borin eru saman. Þetta gildir eingöngu um störf sem hafa skilgreindar eingreiðslur skv. dálkum C.
d) Að bætt verði við einum launaflokki á tiltekin störf sem ekki fá launahækkun skv. stafliðum b) og c) þ. 1. janúar 2007, sbr. dálk D í fylgiskjali.
e) Að bætt verði við einum launaflokki á tiltekin störf sem ekki fá launahækkun skv. stafliðum b) og c) þ. 1. janúar 2008, sbr. dálk E í fylgiskjali.
Lögð er áhersla á að hér er ekki um breytingu á kjarasamningi að ræða og að ekki verða teknar upp viðræður við stéttarfélögin um þessar ákvarðanir.
Kostnaðarauka á árinu 2006, vegna þessara launaviðbóta, verði mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt launadeild er falið að útfæra þessar launabreytingar innan þeirra marka sem samþykkt Launanefndar felur í sér.”
Páll Leó bar fram spurningu: Er þessi tillaga unnin að einhverju eða öllu leyti í samstarfi við STÁ og FOSS?
Forseti svarði að svo væri ekki eins og kemur fram í tillögunni. Einnig tóku til máls Ragnheiður og Ari sem lagði til að tillögunni verði vísað frá og að teknar verði upp viðræður við stéttarfélögin. Tillaga Ara borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2 (minnihl.) Björn spurði hvað sveitarfélög hefðu tekið upp viðræður við stéttarfélögin – samkvæmt því sem kom fram í máli Ara. Ari svaraði að hann hefði upplýsingar um að Akranes og Ísafjörður hefðu rætt við sín stéttarfélög. Gylfi tók einnig til máls og sömuleiðis Páll Leó.
Forseti kynnir viðaukatillögu:
“Viðaukatillagan við báðar tillögurnar 1 og 2: Oddvitar flokka í bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra eigi fund með formönnum stéttarfélaganna til að fara yfir stöðuna í kjölfar þessarar samþykktar.”
Aðaltillagan borin upp og samþykkt samhljóða og síðan viðaukatillagan einnig samþykkt samhljóða.
Tillaga 2:
“Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að nýta þær heimildir sem felast í samþykkt Launanefndar Sveitarfélaga frá 28. janúar 2006 til að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamning við Félag leikskólakennara, sem undirritaður var 22. desember 2004, í samræmi við eftirfarandi:
· Samþykkt er að bæta við launaflokkum og eingreiðslum á tiltekin störf skv. fylgiskjali með samþykktinni.. Orlofslaun eru innifalin í eingreiðslum þessum og greiðast þær í samræmi við starfshlutfall.
· Gildistími þessara launaviðbóta verði frá 1. janúar 2006.
· Heimild þessi gildir til 30. september 2006 og falla þá viðbótarlaunaflokkar og eingreiðslur á grundvelli hennar úr gildi án uppsagnar.
· Heimild þessi nær ekki til leikskólastjóra og þeirra starfsmanna og stjórnenda sem gert hafa fastlaunasamninga á grundvelli bókunar II í kjarasamningi aðila.
Lögð er áhersla á að hér er ekki um breytingu á kjarasamningi að ræða og að ekki verða teknar upp viðræður við stéttarfélagið um þessar ákvarðanir.
Kostnaðarauka vegna þessara launaviðbóta verði mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt launadeild er falið að útfæra þessar launabreytingar innan þeirra marka sem samþykkt Launanefndar felur í sér.”
Tillagan samþykkt samhljóða ásamt viðaukatillögu sama efnis og viðaukatillaga við tillögu 1.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:30
Þorvaldur Guðmundsson
Björn B. Jónsson
Guðmundur K. Sigurdórsson
Ari B. Thorarensen
Páll Leó Jónsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Ásmundur Sverrir Pálsson
Torfi Áskelsson
Einar Njálsson
Helgi Helgason