Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.8.2007

54. fundur bæjarráðs

 

54. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 02.08.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Byggðarhorni og beiðni um styrk vegna Fjölskyldudaga á Stokkseyri. Var það samþykkt samhljóða.

 

 Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar



frá 26.07.07

 

Fundargerðin staðfest.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

Engar.

 

3. 0707149
Undirskriftalisti vegna tillögu um fjölgun lóða í landi Byggðarhorns -

Listinn var lagður fram.

4. 0611106
Framlög heimaaðila vegna Byggingarsjóðs FSu -

Bæjarráð samþykkir greiðslur í samræmi við erindið enda er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun.

5. 0706068
Svar frá Sveitarfélaginu Ölfusi vegna beiðni Árborgar um viðræður um breytingar á sveitarfélagamörkum -

Bæjarráð þakkar svarið, en lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli vera grundvöllur til viðræðna um málið.

6. 0609045
Samkomulag við eigendur deiliskipulagðs lands, Dísarstaða. -

Bæjarráð staðfestir samninginn.

7. 0705069
Vinabæjarmót í Kalmar 2007, kostnaður og fyrirkomulag. -

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi og dagskrá vinabæjarmótsins. Bæjarráð samþykkir fjárveitingu vegna þátttöku sveitarfélagsins, kr. 1.000.000, sem færa skal af liðnum óráðstafað 27-110.

8. 0706060
Beiðni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna hluta úr landi Byggðarhorns, afgreiðslu áður frestað á 52. fundi bæjarráðs. -

Bæjarráð Árborgar hafnar framkominni beiðni um breytingu á aðalskipulagi Árborgar við Byggðarhorn og beiðni um breytingu deiliskipulags búgarðabyggðar við Byggðarhorn. Núgildandi deiliskipulag Byggðarhorns var samþykkt af bæjarstjórn Árborgar fyrir tæpum þremur mánuðum og hefur verið unnið samkvæmt því síðan þá. Þær breytingar sem farið er fram á frá gildandi skipulagi teljast umtalsverðar.

9. 0707132
Beiðni ferðaþjónustuaðila um fjárstyrk vegna Fjölskyldudaga á Stokkseyri -

Bæjarráð samþykkir að styrkja Fjölskyldudaga á Stokkseyri um 200.000 kr., enda skili umsækjandi kostnaðaryfirliti og greinargerð um dagskrárliði til bæjarráðs að hátíðinni lokinni. Fjárveitinguna skal færa af liðnum óráðstafað 27-110.

10. Erindi til kynningar:

Engin.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.

Margrét K. Erlingsdóttir                                   
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica