Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.10.2015

54. fundur bæjarráðs

54. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 22. október 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  13. fundur haldinn 14. október
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
2. 1509234 - Upplýsingar um kostnað við að setja grátt gúmmíkurl í stað dekkjakurls í sparkvelli
  Lagt var fram minnisblað menningar- og frístundafulltrúa. Viðbótarkostnaður á ári við að nota grátt gúmmí í stað dekkjakurls er 1 milljón króna. Með því að nota það við viðhald vallanna minnkar magn dekkjakurls í völlunum. Bæjarráð vísar kostnaði til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
     
3. 1510116 - Styrkbeiðni Stígamóta dags. 7. október 2015 fyrir árið 2016
  Bæjarráð samþykkir styrk til samtakanna fyrir árið 2016 að fjárhæð kr. 50.000.
     
4. 1510045 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 5. október 2015 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu kjörum
  Lagt fram.
     
5. 1510101 - Erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 8. október 2015, um viðræður við sveitarfélagið um kaup á íbúðum af ÍLS
  Bæjarráð þakkar erindið.
     
Erindi til kynningar
6. 1510082 - Hvatning frá Samgöngustofu, dags. 28. september 2015, um snyrtingu gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1501041 - Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica