55. fundur bæjarstjórnar
55. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 – haldinn miðvikudaginn 12. apríl 2006 kl. 17:00 í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.
Mætt:
Ásmundur Sverrir Pálsson
Gylfi Þorkelsson
Torfi Áskelsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Einar Pálsson
Björn B.Jónsson, varfulltrúi, í forföllum Þorvaldar Guðmundssonar
Margrét K. Erlingsdóttir
Páll Leó Jónsson
Halldór Valur Pálsson
Einar Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.
Dagskrá:
I. Fundargerðir:
1.
a) Skólanefnd grunnskóla frá 20.02.06
b) Íþrótta- og tómstundanefnd frá 23.02.06
c) Skipulags- og byggingarnefnd frá 21.02.06 og 28.02.06
d) 165. fundur bæjarráðs frá 09.03.06
1 b) Gylfi ræddi lið 3a í fundargerðinni – vinnuhóp um samþættingu skóla-, íþrótta - og tómstundastarf.
1 d) Halldór Valur lagði fram fyrirspurn um 7. lið
Hvað er gengistap sveitarfélagsins mikið það sem af er ári í krónum talið.
Til hvaða varnaraðgerða/áhættutrygginga hefur sveitarfélagið gripið til að verja sig gegn gengistapi á árinu 2006.
Einar Pálsson, tók til máls og ræddi um húsnæðismál BES. Halldór Valur ræddi sama mál, sömuleiðis Gylfi, Margrét, Páll Leó, Torfi og Ragnheiður.
Fundargerðirnar staðfestar samhljóða með framkomnum athugasemdum.
2.
a) Atvinnuþróunarnefnd frá 09.03.06
b) Landbúnaðarnefnd frá 02.03.06
c) 166. fundur bæjarráðs frá 16.03.06
Fundargerðirnar staðfestar samhljóða
3.
a) Leikskólanefnd frá 15.03.06
b) Skipulags- og byggingarnefnd frá 14.03.06
c) Félagsmálanefnd frá 13.03.06
d) Fagráð sérdeildar grunnskóla frá 28.02.06
e) 167. fundur bæjarráðs frá 23.03.06
4 e) Halldór Valur ræddi 5. lið Rannsókn á vatnssöfnunarsvæði á Eyrarbakka.
Einnig ræddi hann 9. lið Menningarsalur í Hótel Selfoss.
Margrét ræddi 4.lið- samning um uppbygging reiðvega í Árborg.
Bæjarstjóri ræddi um menningarsalinn.
Fundargerðirnar staðfestar samhljóða með framkomnum athugasemdum.
4.
a) Framkvæmda- og veitustjórn frá 16.03.06
b) Menningarnefnd frá 22.03.06
c) Skólanefnd grunnskóla frá 22.03.06
d) 168. fundur bæjarráðs frá 30.03.06
4c) Páll Leó ræddi 5. lið – samstarf grunn- og framhaldsskóla.
Fundargerðirnar staðfestar samhljóða
5.
a) Skipulags- og byggingarnefnd frá 28.03.06
b) 169. fundur bæjarráðs frá 06.04.06
Fundargerðirnar staðfestar samhljóða
II. Önnur mál:
Forseti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá bókun um atvinnumál.
Afbrigðin samþykkt samhljóða.
1. Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Árborgar.
Ragnheiður Hergeirsdóttir fylgdi stefnunni úr hlaði og kynnti bókun frá starfshópi.
Bókun frá starfshópi um gerð fjölskyldustefnu lögð fram á bæjarstjórnarfundi 12. apríl 2006.
Þann 10. september 2003 skipaði bæjarstjórn starfshóp til að vinna að endurskoðun starfsmannastefnu og jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélagið og til að útbúa drög að fjölskyldustefnu. Hópnum var falið að hafa umsjón með umfjöllun nefnda, ráða og hagsmunaaðila um málið og síðan að ganga frá tillögum til bæjarstjórnar. Í hópnum voru þrír bæjarfulltrúar, einn frá hverjum hinna þriggja flokka, þau Einar Pálsson, Halldór Valur Pálsson og Ragnheiður Hergeirsdóttir sem var formaður hópsins.Ragnheiður Thorlacius framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar starfaði með hópnum að vinnu við gerð starfsmannastefnu. Tillaga að endurskoðaðri starfsmannastefnu frá hópnum var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 12. október 2005 og tillaga að endurskoðaðri jafnréttisáætlun var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 7. desember 2005.
Hér er lögð fram tillaga að fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Drög að stefnunni voru send til flestra nefnda sveitarfélagsins til umsagnar og athugasemdir bárust frá nokkrum þeirra. Tekið var tillit til þeirra athugasemda í öllum aðalatriðum.
Stefnumótun snýst um framtíðina. Það sem við gerum í dag hefur áhrif á möguleikana í framtíðinni. Fjölskyldan er grunneining hvers samfélags. Tilgangur þess að setja sérstaka stefnu um málefni hennar er sá að samræma áætlanir og aðgerðir á vegum sveitarfélagsins sem snerta hagsmuni fjölskyldunnar til að tryggja stöðugleika hennar og öryggi.
Fjölskyldustefnan byggir á stefnum sem sveitarfélagið hefur sett í ýmsum málaflokkum á yfirstandandi kjörtímabili og allar eiga það sameiginlegt að varða fjölskylduna með einum eða öðrum hætti.
Starfshópurinn hefur nú lokið þeim þremur verkefnum sem honum voru falin, mótun tillögu að nýrri fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið og endurskoðun starfsmannastefnu og jafnréttisáætlunar. Hópurinn þakkar bæjarstjóra Einari Njálssyni, framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar Ragnheiði Thorlacius, öðru starfsfólki og fulltrúum í nefndum á vegum sveitarfélagsins fyrir þeirra þátt í mótun og vinnslu þessara þriggja stefna. Tillaga að fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg er hér með lögð fram til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Árborg 12. apríl 2006
Virðingarfyllst,
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Einar Pálsson, Halldór Valur Pálsson
Einnig tóku til máls Margrét og Björn.
Fjölskyldustefnan borin upp og samþykkt samhljóða.
2. Samningur milli sveitarfélagsins og Miðjunnar á Selfossi ehf/Jökla ehf um hönnunarferli deiliskipulags í miðbænum á Selfossi.
Forseti kynnti bókun vegna samningsins:
“Bókun með samkomulagi varðandi hönnunarferli og deiliskipulag í miðbænum á Selfossi".
Með samkomulagi Sveitarfélagsins Árborgar og Miðjunnar á Selfossi ehf er tryggð framkvæmd samkeppni um deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi og eignarhald sveitarfélagsins á landi félagsins í miðbænum.
Miðbærinn er kjarni hvers sveitarfélags. Skipulag hans skiptir alla íbúa miklu máli og því er áríðandi að breið samstaða náist um endanlega útfærslu. Arkitektasamkeppni er lýðræðislegasta leið sem hægt er að fara til að móta slíka framkvæmd. Samkomulagið gerir ráð fyrir að nýr og glæsilegur miðbær rísi á næstu 4 – 5 árum á grundvelli niðurstöðu samkeppninnar.
Samfélagslegir hagsmunir af því að eiga þetta dýrmæta land eru ómetanlegir. Auk þess sem landið mun skila íbúum sveitarfélagsins tekjum um ókomna framtíð. Eignarhaldi á landinu fylgir réttur til að stýra uppbyggingu þess í samræmi við reglur sveitarfélagsins og eignarhald á landinu tryggir að sveitarfélagið getur ráðstafað byggingarrétti að nýju ef núverandi handhafar ráðist ekki í verkið.
Bæjarstjórn Árborgar hefur með ákvörðun sinni skapað grundvöll fyrir víðtækari sátt um verkefnið.”
Bæjarstjórn Árborgar.
Björn B. Jónsson kvaðst fagna þessu samkomulagi. Samningurinn borinn upp og samþykktur með 8 atkv. gegn 1 atkv. Halldór Vals sem gerði grein fyrir atkvæði sínu með bókun:
Ég fagna þeirri stefnubreytingu meirihlutans að stefnt sé að samkeppni um hönnun miðbæjarins á Selfossi enda er sú hugmynd í samræmi við málflutning okkar um málefni miðbæjarins. Þó harma ég þau mistök að seldir séu 5000 fermetrar úr bæjargarðinum langt undir markaðsvirði.
Bæjarstjóri kynnti dagskrártillögu um að fella niður liðina önnur mál 3, 4 og 5 á boðaðri dagkrá. Dagskrártillagan samþykkt samhljóða og röð annarra liða breytist til samræmis við það.
3. Deiliskipulag að Tjarnabyggð í Kaldaðarneslandi, sjá afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar fg. 11.04.06.
Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar 2005 – A og B hluti – fyrri umræða.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
5. Bókun um atvinnumál:
Aukin starfsemi MS á Selfossi – Landbúnaðarstofnun – bókun.
Fyrirtækið MS hefur ákveðið að flytja alla pökkun á neyslumjólk frá starfsstöð sinni í Reykjavík og austur á Selfoss. Með þessari ákvörðun flytjast 20 störf inn í sveitarfélagið.
Einnig var í gær undirritaður samningur til 20 ára milli Landbúnaðarstofnunar og eignarhaldsfélagsins Merkilands, sem er í eigu MS, um leigu á starfsstöð fyrir Landbúnaðarstofnunina. Með þeirri starfsemi koma í upphafi um 40 ný störf til sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Árborgar fagnar þessum ákvörðunum og býður nýja starfsemi MS og Landbúnaðarstofnun Íslands velkomna til sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Árborgar.
Liður önnur mál 7 á boðaðri dagskrá fellur niður þar sem skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki lokið afgreiðslu málsins.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:00
Björn Bjarndal Jónsson Einar Pálsson
Margrét K. Erlingsdóttir Halldór Valur Pálsson
Páll Leó Jónsson Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson Ásmundur Sverrir Pálsson
Torfi Áskelsson Einar Njálsson
Helgi Helgason