Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.6.2013

55. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

55. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 29. maí 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan

 

Torfi G. Sigurðsson frá Mannviti kom inn á fundinn og kynnti drög að verkskipulagi vegna skilgreiningar á Ölfusá sem viðtaka skólps og vöktunarplan. Mannviti falið að vinna málið áfram.

 

 

   

2.

1303006 - Framkvæmd hunda- og kattaeftirlits í Sveitarfélaginu Árborg 2013

 

Stjórnin samþykkir að herða eftirlit með óskráðum hundum og köttum í sveitarfélaginu. Sérstakt átak er fyrirhugað til þess að stemma stigu við lausagöngu villikatta í sveitarfélaginu. Einnig er fyrirhugað átak í að fækka villtum kanínum í sveitarfélaginu.

 

   

3.

1305234 - Varmadælur-Óseyri,Sólvangur og önnur jaðarsvæði

 

Sigurður Þór Haraldsson, verkefnastjóri, kynnti kosti þess að nýta varmadælur til húshitunar þar sem hitaveita er ekki til staðar í sveitarfélaginu. Sigurði falið að vinna málið áfram.

 

   

4.

1002167 - Frágangur götu að Austurvegi 21, 21b og 21c frá Austurvegi

 

Fyrirspurn frá íbúum við Austurveg 21,21b og 21c lögðt fram. Stjórnin samþykkir að vísa erindinu til fjárfestingaráætlunar 2014.

 

   

5.

1304423 - Hraðahindrun á Engjavegi milli Tryggvagötu og Eyravegar

 

Framkvæmda- og veitustjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að málinu skv. umferðarskipulagi.

 

   

6.

1305113 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2013

 

Í framhaldi af ábendingu frá 10. fundi hverfisráðs Eyrarbakka þann 30. apríl 2013, varðandi möl í göngustíg á sjóvarnargarði frá Slippnum og vestur úr, ákveður stjórnin að fela framkvæmda- og veitustjóra að ráðast í endurbætur á göngustíg ofan á sjóvarnargarði.

 

   

7.

1305094 - Bílastæði við Grænumörk 5 og viðbygging

 

Stjórnin þakkar félagi eldri borgara fyrir tillögu á framtíðarhúsnæðismálum Grænumarkar. Stjórnin tekur jákvætt í hugmyndir félagsins með viðbyggingu við Grænumörk 5 og vísar frekari vinnslu málsins til fjárfestingaráætlunar 2014. Framkvæmda- og veitustjóra er falið að breyta skipulagi bílastæða með tilliti til þeirra óska sem koma fram í erindinu.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:21

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Tómas Ellert Tómasson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Andrés Rúnar Ingason

 

Jón Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica