56. fundur bæjarstjórnar
56. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 – haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2006 kl. 17:00 í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.
Mætt:
Ásmundur Sverrir Pálsson
Páll Leó Jónsson
Gylfi Þorkelsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Halldór Valur Pálsson
Einar Pálsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Þorvaldur Guðmundsson
Einar Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.
Forseti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá tvo liði nr. 2 og 3 undir önnur mál
I. Fundargerðir:
Engar.
II. Önnur mál:
1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar 2005 – A og B hluti – síðari umræða.
Bæjarstjóri fylgdi ársreikningnum úr hlaði og kynnti greinargerð:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar 2005
Greinargerð bæjarstjóra.
Fjárhagsstaða sveitarfélags birtist í ársreikningi þess en fyrri umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Árborgar 2005 fór fram í bæjarstjórn Árborgar 12. apríl sl. og var honum vísað til síðari umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og síðari umræðan í bæjarstjórn fer fram í dag, miðvikudaginn 26. apríl. Niðurstaða reikningsins sýnir það mikla afl og atgervi sem býr í sveitarfélaginu og starfsmönnum þess. Einnig sýnir reikningurinn að sveitarfélagið er að veita íbúum sínum þjónustu sem er sambærileg við það sem best gerist hjá sveitarfélögum landsins.
Samstæðureikningur Árborgar samanstendur af A-hluta og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður, þjónustustöð og Fasteignafélag Árborgar. Í B-hluta eru Leigubústaðir, Byggingarsjóður aldraðra, Fráveita, Vatnsveita og Selfossveitur. Meginreglan er sú að í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélagsins sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum, en í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum.
Helstu niðurstöður rekstrar eru:
|
Í þús.kr. |
A-hluti |
Mis- |
A- og B-hluti |
Mis- |
||
|
|
2005 |
Áætlun |
munur |
2005 |
Áætlun |
munur |
|
Rekstrartekjur |
2.407.806 |
2.307.557 |
100.249 |
2.829.993 |
2.773.242 |
56.751 |
|
Rekstrargjöld |
(2.207.946) |
(2.295.362) |
87.416 |
(2.339.576) |
(2.486.536) |
146.960 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Niðurstaða án afskrifta |
199.860 |
12.195 |
187.665 |
490.417 |
286.706 |
203.711 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Afskriftir |
(89.0006) |
(81.629) |
(7.377) |
(190.243) |
(182.826) |
(7.417) |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Niðurstaða án |
110.854 |
(69.434) |
180.288 |
300.174 |
103.880 |
196.294 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fjármagnsliðir, nettó |
(35.350) |
(70.406) |
35.056 |
(128.877) |
(172.227) |
43.350 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrarniðurstaða |
75.504 |
(139.840) |
215.344 |
171.298 |
(68.347) |
239.644 |
Heildartekjur eru 2.830 millj.kr. og heildarútgjöld með afskriftum en án fjármagnsliða 2.530 millj.kr. Að öllu samanlögðu nema heildarútgjöld með afskriftum án fjármagnsliða 89,4% af heildartekjum A og B hluta ársreikningsins. Fræðslu- og uppeldismál eru umfangsmesti málaflokkur í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 1.189 millj.kr. Sveitarfélagið Árborg er mjög stór vinnuveitandi; greiðir um 1.402 millj.kr. í laun og launatengd gjöld. Handbært fé frá rekstri, sem eru þeir fjármunir sem reksturinn raunverulega skilar til greiðslu afborgana lána og framkvæmda, er 667 milljónir króna. Afborganir lána eru 250 milljónir og fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum eru 434 milljónir króna. Ný lán á árinu voru alls 400 milljónir króna.
Reikningurinn sýnir jákvæð frávik miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2004 sem nemur 240 millj.kr. Útsvarstekjur eru 29 millj.kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og þá skila tekjur frá Jöfnunarsjóði sér betur en áætlanir gerðu ráð fyrir eða um 47 millj.kr. Í samstæðu koma fram frávik vegna innri tekjuhreyfinga sem eru nettuð á móti gjöldum.
Einnig eru jákvæð frávik í öðrum málaflokkum. Í stofnunum og deildum undir A-hluta munar mest um 44,7 millj.kr. sem fræðslumálin eru undir áætlun, lífeyrisskuldbinding er 26,9 millj.kr. undir áætlun, gatnakerfið um 16,9 millj.kr. undir áætlun, félagsþjónustan 12,6 millj.kr undir áætlun og sömuleiðis rekstur Eignasjóðs sem er 21,9 millj.kr. undir áætlun. Skipulags- og byggingarmál eru 14,9 millj.kr yfir áætlun. Þá eru nettó fjármagnsliðir í aðalsjóði jákvæðir um 22,9 millj.kr Í B-hluta skilar Fráveitan betri afkomu sem nemur 7,4 millj.kr og einnig Selfossveitur sem nemur 22,3 millj.kr. Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið eftir vinnuáætlun um vöktun fjárhagsáætlunar sem bæjarstjóri gaf út. Tilgangur áætlunarinnar var að tryggja allt árið reglubundið og skilvirkt eftirlit með því að útgjöld sveitarfélagsins færu ekki fram úr heimildum fjárhagsáætlunar. Framkvæmd vinnuáætlunarinnar hefur gengið afar vel og borið góðan árangur eins og þessi ársreikningur sýnir. Ég vil nota þetta tækifæri til þakka stjórnendum hjá sveitarfélaginu og öllu starfsfólki þess árvekni og góða vinnu sem hefur skilað þessum árangri.
Fjárfestingar
Fjárfestingar námu alls 520,2 millj.kr., sem skiptist þannig: fasteignir 283,0 millj.kr, veitu- og gatnakerfi 216,3 millj.kr. og vélar, áhöld og tæki 20,9 millj.kr. Þá var söluverð fastafjármuna 86,5 millj.kr og bókfærður söluhagnaður 34,8 millj.kr.
Efnahagsreikningur 31.12.2005
Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan:
|
Í þús.kr. |
Bæjarsjóður |
Samstæða |
||
|
|
A-hluti |
A- og B-hluti |
||
|
|
2005 |
2004 |
2005 |
2004 |
|
Eignir |
|
|
|
|
|
Varanlegir rekstrarfjármunir |
2.175.173 |
1.999.929 |
4.447.071 |
4.168.798 |
|
Áhættufjárm. og langt.kröfur |
1.125.674 |
843.794 |
459.726 |
442.511 |
|
Veltufjármunir |
797.677 |
886.425 |
913.360 |
922.254 |
|
Eignir samtals |
4.098.524 |
3.730.148 |
5.820.157 |
5.533.564 |
|
|
|
|
|
|
|
Eigið fé og skuldir |
|
|
|
|
|
Eigið fé |
1.210.534 |
860.698 |
1.744.814 |
1.599.581 |
|
|
|
|
|
|
|
Lífeyrisskuldbindingar |
714.213 |
675.288 |
806.214 |
763.053 |
|
Langtímaskuldir |
1.537.431 |
1.487.931 |
2.695.388 |
2.486.200 |
|
Skammtímaskuldir |
636.346 |
706.230 |
573.741 |
684.730 |
|
Skuldir og skuldb. samtals |
2.887.990 |
2.869.449 |
4.075.343 |
3.933.983 |
|
|
|
|
|
|
|
Eigið fé og skuldir samtals |
4.098.524 |
3.730.148 |
5.820.157 |
5.533.564 |
Sjóðstreymi ársins 2005
Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan:
|
Í þús.kr. |
Bæjarsjóður |
Samstæða |
||
|
|
A-hluti |
A- og B-hluti |
||
|
|
2005 |
Fjárh.áætl. |
2005 |
Fjárh.áætl. |
|
Niðurstaða ársins |
75.504 |
(139.840) |
171.298 |
(68.347) |
|
|
|
|
|
|
|
Veltufé frá rekstri |
228.924 |
34.160 |
469.133 |
258.169 |
|
Handbært fé frá rekstri |
417.431 |
228.422 |
667.154 |
453.569 |
|
|
|
|
|
|
|
Fjárfestingahreyfingar |
(526.156) |
(502.773) |
(456.168) |
(588.593) |
|
Fjármögnunarhreyfingar |
364.013 |
256.121 |
124.166 |
122.684 |
|
|
|
|
|
|
|
Hækkun, (lækkun) á handbæru fé |
255.288 |
(18.230) |
335.152 |
(12.340) |
Lykiltölur
Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan:
|
Í þús.kr. |
Bæjarsjóður |
Samstæða |
||
|
|
A-hluti |
A- og B-hluti |
||
|
|
2005 |
Áætlun |
2005 |
Áætlun |
|
Í hlutfalli við rekstrartekjur |
|
|
|
|
|
Laun og launatengd gjöld |
55,6% |
60,0% |
50,7% |
53,1% |
|
Laun og ltgj. án breytinga á lífeyrisskuldbindingum |
54,5% |
57,6% |
49,5% |
51,1% |
|
Annar rekstrarkostnaður |
36,1% |
39,5% |
32,0% |
36,5% |
|
(Fjármunatekjur)og fjárm.gjöld |
1,5% |
3,1% |
4,6% |
6,2% |
|
Rekstrargjöld án afskrifta |
91,7% |
99,5% |
82,7% |
89,7% |
|
Rekstrargjöld án fjármagnsliða |
95,4% |
103,0% |
89,4% |
96,3% |
|
Hreint veltufé frá rekstri |
9,5% |
1,5% |
16,6% |
9,3% |
|
Handbært fé frá rekstri |
17,3 |
9,9% |
23,6% |
16,4% |
|
Á íbúa |
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur |
345.899 |
332.023 |
406.550 |
399.028 |
|
Rekstrargjöld án afskrifta |
(317.188) |
(330.268) |
(336.098) |
(357.775) |
|
Afskriftir |
(12.786) |
(11.745) |
(27.330) |
(26.306) |
|
Niðurstaða án fjármagnsliða |
15.925 |
(9.991) |
43.122 |
14.947 |
|
Fjármunatekjur og fjárm.gjöld |
(5.078) |
(10.130) |
(18.514) |
(24.781) |
|
Rekstrarniðurstaða |
10.847 |
(20.121) |
24.608 |
(9.834) |
|
|
|
|
|
|
|
Aðrar lykiltölur |
|
|
|
|
|
Veltufjárhlutfall |
1,25 |
1,26 |
1,59 |
1,35 |
Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins hefur verið að styrkjast samfara uppbyggingu og eignaukningu:
|
Eiginfjárhlutfall |
2003 |
2004 |
2005 |
|
A - hluti |
14,1% |
23,1% |
29,5% |
|
A og B hluti |
26,1% |
28,9% |
30,0% |
|
|
|
|
|
|
Íbúafjöldi |
6.326 |
6.522 |
6.961 |
Lokaorð
Mikil uppbygging hefur einkennt rekstur sveitarfélagsins síðustu ár og framundan er eru mörg stór verkefni, sem góð niðurstaða þessa ársreiknings auðveldar næstu bæjarstjórn að takast á við. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Árborgar um 439 eða 6,7%. Gert er ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram enn um sinn. Fjölgunin skilar sér í auknum skatttekjum en að sama skapi aukinni þenslu í þjónustuþáttum sveitarfélagsins, s.s. skóla– og leikskólamálum. Gert er ráð fyrir því í áætlunum að fjölgunin hafi jákvæð áhrif á reksturinn.
Sveitarfélagið Árborg nýtur trausts í fjármálum og býr við góða afkomu og góðan efnahag eins og framangreindar tölur bera með sér. Stöðug íbúafjölgun, langt umfram landsmeðaltal, sýnir að sveitarfélagið nýtur álits hjá íbúum landsins og er talið ákjósanlegt til búsetu. Vaxandi áhugi fjárfesta og eigenda fyrirtækja á uppbyggingu í Árborg styður þessa skoðun.
Ég vil þakka öllu starfsfólki sveitarfélagins fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins, ég þakka bæjarfulltrúum og öðrum kjörnum fulltrúum fyrir gott samstarf á reikningsárinu. Ég óska ykkur öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumar.
Einar Njálsson, bæjarstjóri.
Einnig tóku til máls Þorvaldur, Ragnheiður, Páll Leó, Halldór Valur og Torfi
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
2. Tillaga að lækkun fasteignaskatts.
Forseti kynnti tillöguna:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts úr 0,37 í 0,30 af fasteignamati eða um 18,92%. Álagningin tekur þegar gildi og hefur áhrif á álagningu fasteignaskatts á árinu 2006.
Nýr álagningarseðill verður gefinn út og lækkuninni dreift á þá gjalddaga sem eftir eru á árinu.
Ákvörðun þessi er tekin í ljósi góðar afkomu af rekstri sveitarfélagsins á nýliðnu ári og birtist í ársreikningi. Það er mat okkar að mikilvægt sé að íbúar fái að njóta góðs árangurs í bættri þjónustu og þegar svigrúm gefst, eins og núna, í lægri álögum. Áður hefur bæjarstjórn lækkað fasteignaskatts af íbrúðarhúsnæði um 7,59 og er því heildarlækkun á árinu 2006
Kostnaður við þessa aðgerð er áætlaður um 33 milljónir króna.
Bæjarstjórn Árborgar.
Einar Pálssontók til máls um tillögun en síðan var hún borin upp og samþykkt samhljóða.
3. Svar við fyrirspurn Halldórs Vals Pálssonar frá síðasta fundi
Bæjarstjóri kynnti svarið :
“Lán Sveitarfélagsins Árborgar eru 90% innlend lán, aðallega lán sem bera verðtryggða vexti. Um 10% af lánum sveitarfélagsins eru í erlendri gengiskörfu. Viðmið sveitarfélagsins er að hafa 35% lána í erlendri mynt og 65% í innlendri mynt. Þetta þýðir að þegar raungengi krónunnar er í jafnvægi er æskilegt hlutfall erlendra lána 35%. Vægi erlendra lána nú er mun lægra en viðmið segir til um en lánastýring sveitarfélagsins undanfarin misseri hefur miðast við að öll ný lántaka sé í íslenskum krónum. Þannig hefur dregið jafn og þétt úr hlutfallslegu vægi erlendra lána.
Gengistap erlendra lána frá áramótum nemur 33 m.kr. miðað við síðustu mánaðarmót. Gengistapið nemur um 1,1% af heildarlánum sveitarfélagsins.
Með því að halda vægi erlendra lána í lágmarki var sveitarfélagið vel undirbúið undir hugsanlega veikingu krónunnar. Búist var við að gengisvísitalan færi í allt að 120 á þessu ári. Veiking það sem af er ársins er mun meiri en almennt var búist við.
Sveitarfélagið ætti að hugleiða að auka við vægi erlendra lána á næstu misserum. Forsendur fyrir því eru:
- að það feli í sér umtalsverða lækkun vaxta frá því sem nú er
- að meira jafnvægi náist á gjaldeyrismarkaði
Unnið verður með skuldastýringu Landsbankans að meta þessa kosti og fylgjast með gjaldeyrismarkaðinum.”
Halldór Valur þakkaði svarið.Einar Pálssontók einnig til máls.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:00
Þorvaldur Guðmundsson
Einar Pálsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Halldór Valur Pálsson
Páll Leó Jónsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Ásmundur Sverrir Pálsson
Torfi Áskelsson
Einar Njálsson
Helgi Helgason
, ,