18.6.2015
11. fundur fræðslunefndar
11. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn mánudaginn 11. júní 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1505160 - Tillaga frá fulltrúum S- og Æ-lista - átak um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Árborgar |
|
Tillagan var samþykkt á 11. fundi bæjarstjórnar 13. maí 2015 og vísað til fræðslunefndar og íþrótta- og menningarnefndar. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að kynna sér samninga annarra sveitarfélaga við Samtökin 78 og vísar málinu til frekari útfærslu á samstarfsvettvangi skólastjórnenda, fræðslustjóra, kennara og fulltrúa í forvarnarhópi Árborgar. Áætlun um framkvæmd hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins verði svo lögð fram í fræðslunefnd eigi síðar en í október 2015. Einnig var bent á þörf fyrir fræðslu til starfsfólks leikskóla. |
|
|
|
2. |
1506033 - Sumarfrí fræðslunefndar 2015 |
|
Formaður lagði fram tillögu um að næsti reglulegi fundur fræðslunefndar verði haldinn fimmtudaginn 27. ágúst nk. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1501206 - Menntaverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands |
|
Lagt til að Árborg tilnefni Söndru Dís Hafþórsdóttur og Guðbjart Ólason sem fulltrúa sveitarfélagsins í undirbúningshóp fyrir menntaþing á Suðurlandi. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
4. |
1505048 - Fjárhagsáætlun 2016 |
|
Minnisblöð frá skólastjórum leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar. |
|
|
|
5. |
1506031 - Námsefnisbankinn |
|
Már Ingólfur Másson og Leifur Viðarsson kynntu Námsefnisbankann en stefnt er að því að opna deilivettvang fyrir kennara á netinu haustið 2015. |
|
|
|
6. |
1506032 - Faghópur um samstarf leikskóla og grunnskóla í Árborg |
|
Fundargerð frá 12. mars 2015 til kynningar. |
|
|
|
7. |
1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 9. júní 2015 til kynningar. |
|
|
|
8. |
1506075 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2014-2015 |
|
Til kynningar. |
|
|
|
9. |
1505286 - Starfshópur um framtíðarfyrirkomulag tónlistarkennslu á framhaldsstigi og 4. stigi |
|
Til kynningar. Fræðslunefnd tekur undir með bréfriturum og gerir alvarlegar athugasemdir við þær hugmyndir að greiðslum ríkisins til sveitarfélaga vegna framhaldsnáms í tónlistarskólum verði hætt og að slíku fjármagni verði veitt til eins tónlistarskóla í Reykjavík. Ef hugmyndirnar verða að veruleika er vegið að sunnlenskum tónlistarskólum sem hafa staðið myndarlega að framhaldsnámi í tónlist fram til þessa. |
|
|
|
10. |
1408010 - 100 ára kosningaréttur kvenna |
|
Til kynningar. Samþykkt bæjarráðs frá 21. maí 2015. |
|
|
|
11. |
1501045 - Álfheimafréttir |
|
Til kynningar. Álfheimafréttir, 5. tbl., júní 2015. Þar er m.a. fundargerðir foreldraráðs frá 5. maí og 2. júní 2015. |
|
|
|
12. |
1506028 - Hlutverk skólastjórnenda grunnskóla |
|
Til kynningar. Skjal frá Skólastjórafélagi Íslands og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, dag. 11. mars 2015. Fræðslustjóra er falið að fara yfir skjalið með skólastjórnendum í Árborg, m.a. út frá skólastefnu sveitarfélagsins og starfslýsingum. |
|
|
|
13. |
1501042 - Fundur í samráði skólastjóra og fræðslustjóra. |
|
Fundargerð frá 29. maí 2015 til kynningar. Fræðslunefnd óskar nemendum og starfsfólki BES til hamingju með árangurinn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2015. |
|
|
|
14. |
1506030 - Samstarfsfundur fræðslustjóra með ungmennaráði |
|
Minnisblað fræðslustjóra, dags. 3. júní 2015, til kynningar. Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir gagnlegar ábendingar og áhuga á málaflokknum. |
|
|
|
15. |
1505224 - Skýrsla um framkvæmd laga nr. 90 og 91/2008 um leik- og grunnskóla |
|
Til kynningar. |
|
|
|
16. |
1501090 - Sunnlenski skóladagurinn 2016 |
|
Fundargerð frá 11. maí 2015 til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Ragnheiður Guðmundsd. |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Magnús J. Magnússon |
Kristín Eiríksdóttir |
|
Guðbjörg Guðmundsdóttir |
Brynja Hjörleifsdóttir |
|
Málfríður Erna Samúelsd. |
Aðalbjörg Skúladóttir |
|
Þorsteinn Hjartarson |