57. fundur bæjarráðs
57. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 23. ágúst 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi (V)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi (D)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Eyþór Arnalds og Jón Hjartarson buðu Þorvald Guðmundsson velkominn til starfa í bæjarráði.
Liður 3 var tekinn til afgreiðslu á undan öðrum liðum.
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, óskaði eftir að bókað yrði að hann ítreki fyrirspurn um málefni Tónlistarskóla Árnesinga frá því fyrr í sumar.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701012 - Fundargerð félagsmálanefndar
frá 13.08.07
Fundargerðin staðfest.
2. 0701062 - Fundargerð leikskólanefndar
frá 15.08.07
Fundargerðin staðfest.
Almenn erindi
3. 0706031 - Kosning formanns bæjarráðs
Lagt var til að Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, yrði kjörinn formaður bæjarráðs, og Jón Hjartarson, V-lista, varaformaður.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, fulltrúi D-lista sat hjá.
4. 0602089 - Samstarfsnefnd um fuglafriðland í Flóa og endurnýjun samnings um friðlandið
Lagt var til að María Hauksdóttir, formaður umhverfisnefndar tæki sæti í samráðsnefndinni í stað Elfu Daggar Þórðardóttur. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, gegn atkvæði Eyþórs Arnalds, D-lista.
Lagt var til að samráðsnefndinni verði falið að vinna að endurskoðun samningsins og gera tillögu að áætlun um framkvæmdir í samræmi við samninginn sem liggi fyrir fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008. Tillagan var samþykkt samhljóða.
5. 0708036 - Tillaga íbúa við Engjaveg um uppsetningu hraðahindrunar
Bæjarráð þakkar íbúum við Engjaveg ábendinguna. Unnið er að gerð umferðarskipulags og vísar bæjarráð erindinu inn í þá vinnslu. Erindið verði tekið fyrir svo fljótt sem verða má.
Erindi til kynningar
6. 0708044 - Bréf Hitaveitu Suðurnesja til iðnaðarráðherra um raforkudreifingu í Árborg
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar tekur undir efni bréfs Hitaveitu Suðurnesja til Iðnaðarráðherra þar sem lögð er áhersla á stækkun veitusvæðis HS til raforkudreifingar á Selfossi vegna stækkunar byggðarinnar þar. Með sama áframhaldi í uppbyggingu á Selfossi munu næstu hverfi lenda inn á dreifisvæði Rarik þar sem allt önnur dreifigjaldskrá og tengigjöld eru í gildi. Hér stefnir því í óásættanlega mismunun á raforkuverði milli íbúa Árborgar sem mikilvægt er að stjórnvöld greiði úr hið allra fyrsta.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:30.
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ásta Stefánsdóttir