Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.11.2015

57. fundur bæjarráðs

57. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá bruna í Gagnheiði. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1511122 - Athugasemdir verslunareigenda við Austurveg vegna lokana og skerts aðgengis að verslunum við Austurveg vegna framkvæmda.
Bæjarráð bendir á að nauðsynlegt sé að endurnýja götur og veitulagnir til að tryggja að unnt sé að veita umferð um bæinn og að afhendingaröryggi veitna sé tryggt. Leitast er við að auglýsa lokanir og leiðbeina vegfarendum um hjáleiðir og aðkomu að fyrirtækjum og t.d. voru lokanir í vor auglýstar mjög rækilega. Bæjarráði þykir miður að verslunareigendur upplifi tjón af þessum völdum en telur ekki um bótaskylt tjón að ræða.
2. 1510138 - Beiðni Markaðsstofu Suðurlands um endurnýjun samstarfssamnings við Markaðsstofu Suðurlands, áður á dagskrá 55. fundar.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samningsins til eins árs og að greiddar verði 430 kr. á íbúa. Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá framlengingu samningsins.
3. 1511141 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn, dags. 18. nóvember 2015, um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og fræðslustjóra.
4. 1412111 - Beiðni UMF Selfoss um aukna þátttöku sveitarfélagsins í systkinaafslætti
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu, en hefur áhuga á að skoða útfærslu á þessu í tengslum við hvatagreiðslur fyrir fjárhagsárið 2017, fremur en að búa til annað kerfi til niðurgreiðslna.
5. 1503241 - Beiðni Konubókastofu um afnot af suðvesturherbergi í Blátúni, Eyrarbakka
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við núverandi leigutaka að herberginu.
6. 1511133 - Beiðni Bakkastofu um styrki til verkefnisins Gamli Eyrarbakki
Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið með beinum fjárframlögum, en bendir á ráðgjöf sem er í boði á vegum sveitarfélaganna, s.s. hjá ráðgjöfum SASS, sem nýta má umsækjendum að kostnaðarlausu, auk þess sem leita má til Upplýsingamiðstöðvar sveitarfélagsins varðandi ráðgjöf við gerð kynningaráætlunar og kynningarefnis.
7. 1511173 - Bruni í Gagnheiði nóvember 2015
Farið var yfir þætti sem varða aðkomu sveitarfélagsins að aðgerðum, s.s. vegna fjöldahjálparstöðvar og vatnsmiðlunar.
Erindi til kynningar
8. 1510130 - Verkefni ríkisins um húsnæði - vandað, hagkvæmt, hratt. Minnispunktar frá fundi á vegum Velferðarráðuneytisins og fleiri aðila.
Lagt fram til kynningar.
9. 1509052 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015-2016, afgreiðsla Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. nóvember 2015
Lagt fram til kynningar.
10. 0611106 - Viðbygging við verknámshúsið Hamar
Framvinduskýrsla var lögð fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica