57. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
57. fundur, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 22. ágúst 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
|
||
1. |
1308067 - Fráveita Árborgar - meðhöndlun á fráveituvatni 2013 |
|
|
Rætt um framtíðarlausnir í fráveitumálum sveitarfélagsins og mættu Birgir Þórðarson og Sigrún Guðmundsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands á fundinn. Fjallað var um mismunandi útfærslur á hreinsun. Ákveðið að fara í vettvangsskoðun í samráði við HES. |
|
||
|
|
||
2. |
1303148 - Borun á heitavatnsholu við Ósabotna í landi Stóra-Ármóts |
|
|
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála við borun heitavatnsholu í Ósabotnum. |
|
||
|
|
||
3. |
1305249 - Veiðar á kanínum í Árborg 2013 |
|
|
Farið yfir stöðuna á kanínuveiðum. |
|
||
|
|
||
4. |
1308066 - Vatnsveita Árborgar -viðauki við fjárfestingaráætlun vegna breytinga á forgangsröðun verkefna |
|
|
Í fjárfestingaráætlun 2013 var gert ráð fyrir að fara í endurnýjun á vatnslögn við Austurveg. Vegna breyttra aðstæðna ákveður stjórnin að halda áfram með endurnýjun á kaldavatnslögn í Engjavegi, frá Kirkjuvegi að Sigtúni. |
|
||
|
|
||
5. |
1308004 - Viðhald á húseignum Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka |
|
|
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014, jafnframt óskar stjórnin eftir því við framkvæmdastjóra að lögð verði fram sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna viðhalds á húseignum Sjóminjasafnsins. |
|
||
|
|
||
6. |
1302175 - Lántökur 2013 |
|
|
Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr., í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna hluta af kostnaði við borun nýrrar borholu við Ósabotna, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
|
|||
|
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
|