58. fundur bæjarráðs
58. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 30. ágúst 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, varaformaður, V-lista (V)
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Sigrún Þorsteinsdóttir, varamaður V-lista, við afgreiðslu 3. liðar.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni Sýslumannsins á Selfoss um umsögn um umsókn vegna veitingaleyfis, og beiðni Stefáns Þorleifssonar, f.h. Tónkjallarans um að taka Skólavelli 3 á leigu, svo og að það erindi yrði afgreitt á undan öðrum málum á dagskránni. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701068 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 23.08.07
Varaformaður vakti athygli á að 12. liður í fundargerðinni hafi ekki hlotið afgreiðslu og yrði fundargerðin því borin upp að þeim lið undanskildum.
-liður 12, 0708107, Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Enn á ný er misbrestur á afgreiðslu mála í nefndum og er brýnt að bæta úr því sem fyrst. Hér er um mál að ræða sem sátt ætti að nást um og ber að fagna þessu frumkvæði.
Meirihluti bæjarráðs óskaði eftir að bókað yrði: Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að nefndarmenn sendi tímanlega inn erindi sem þeir óska eftir að verði tekin upp á fundum.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Rétt er að vekja athygli á því að tillaga Elfu Daggar Þórðardóttur er gerð í nafni skipulags- og byggingarnefndar.
Meirihluti bæjarráðs bendir á að meirihluti nefndarinnar samþykkir að taka tillögu í nafni nefndarinnra á dagskrá með afbrigðum.
-liður 8, 0704132, bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Byggðarhorns, lóðar 22.
-liður 9, 0503068, bæjarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi við Dvergasteina á Stokkseyri.
-liður 10, 0704084, bæjarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi Fagurgerðis 1-3, Selfossi.
-liður 11, 0706108, bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Kaðlastaða verði auglýst.
Fundargerðin var borin upp til staðfestingar að undanskildum 12. lið. Fundargerðin var staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar:
2. 0701126 - Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
frá 06.07.07
Lögð fram.
Almenn erindi
3. 0708068 - Beiðni Stefáns Þorleifssonar um leigu á Skólavöllum 3 fyrir Tónsmiðju Stefáns
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, vék af fundi sökum vanhæfis. Sigrún Þorsteinsdóttir, V-lista kom inn á fundinn við afgreiðslu málsins.
Lagt er til að bæjarstjóra og bæjarritara verði falið að ganga frá leigusamningi við Stefán Þorleifsson, f.h. Tónkjallarans ehf., og leggja fyrir bæjarráð. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, lýsti yfir ánægju með niðurstöðuna.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista kom inn á fundinn að afgreiðslu lokinni.
4. 0706061 - Samningur við Sveitarfélagið Ölfus um afnot skólabarna úr Ölfusi af félagsmiðstöðinni Zelsiuz
Bæjarráð staðfestir samninginn.
5. 0706058 - Samningur við Sveitarfélagið Ölfus um námsvist skólabarna í grunnskólum Árborgar
Bæjarráð staðfestir samninginn.
6. 0708074 - Beiðni Íþróttafélags FSu og Körfuknattleiksdeildar UMFS um styrk vegna Svalamótsins í körfubolta
Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að skila tillögu um afgreiðslu málsins og yfirliti yfir kostnað til bæjarráðs fyrir 60. fund.
7. 0706080 - Beiðni Kjartans Björnssonar, f.h. nefndar um 60 ára afmæli Selfoss, um styrk til hátíðarhaldanna
Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sund á Selfossi og Stokkseyri 15. og 16. september 2007 vegna hátíðarhaldanna.
Lagt var til að bæjarráð samþykki að veita 200.000 kr. styrk til hátíðarinnar, sem færist af liðnum óráðstafað. Umsækjandi skili inn greinargerð og kostnaðaryfirliti eftir hátíðina.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði breytingartillögu: Lagt er til að hátíðin verði styrkt um 700.000 kr.
Breytingartillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Tillaga um 200.000 kr. styrk til hátíðarinnar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. 0707158 - Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk vegna sumar- og helgardvalar fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ
Bæjarráð samþykkir erindið og skal kostnaður 160.000 kr. færast á liðinn óráðstafað.
9. 0708114 - Verksamningur um 3. áfanga byggingar við Sunnulækjarskóla
Bæjarráð samþykkir samninginn.
10. 0704089 - Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga, frá 53. fundi.
Lagt var fram svar:
Leiga vegna Eyravegar 9 fyrir ágúst mánuð 2007 var 1.034.925 kr. en hún uppreiknast mánaðarlega samkvæmt vísitölu.
Samningurinn er til 30. júní 2026.
Ekki liggja fyrir hjá sveitarfélaginu upplýsingar um nýtingu hússins en Tónlistarskólinn hefur fullan afnotarétt af húsnæðinu.
11. 0707157 - Ósk Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri, áður frestað á 56. fundi
Bæjarráð samþykkir útgáfu leyfis til reksturs gististaðar í flokki III (með veitingum en þó ekki áfengisveitingum) vegna Kvöldstjörnunnar (gistiheimilis) að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri. Skipulags- og byggingarnefnd hefur samþykkt að breyta notum húsnæðisins úr því að vera íbúðarhúsnæði í gistiheimili.
Erindi til kynningar
12. 0708077 - Skólamálaþing 2 árið 2007
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.
13. 0708086 - Ágóðahlutagreiðsla til aðildarsveitarfélaga EBÍ 2007
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.
Margrét K. Erlingsdóttir
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ásta Stefánsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir