Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


24.5.2006

58. fundur bæjarstjórnar

 

58. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 – aukafundur haldinn miðvikudaginn 24. maí  2006  kl. 12:00 í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.

 

Mætt:
Ásmundur Sverrir Pálsson                  
Þorvaldur Guðmundsson
Páll Leó Jónsson                                
Einar Pálsson  
Ragnheiður Hergeirsdóttir                   
Margrét K. Erlingsdóttir 
Torfi Áskelsson                                              
Guðjón Ægir Sigurjónsson, varafulltrúi í forföllum Gylfa Þorkelssonar
Ari Thorarensen varfulltrúi í fjarveru Halldórs Vals Pálssonar. 
Einar Njálsson, bæjarstjóri      
Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

I.  Fundargerðir:

 

Engar.

 

II.   Önnur mál:

 

1.  Kosning á varamönnum í tvær undirkjörstjórnir:

 

a)Undirkjörstjórn 3, nýr varamaður í stað Sigurjóns Bergssonar

 

b)Undirkjörstjórn 4, nýr varamaður í stað Jóns Karls Haraldssonar

 

Tillaga:
a) Í undirkjörstjórn 3: Gunnar Þórðarson komi í stað Sigurjóns Bergssonar

 

Samþykkt  með 7 atkv. 2 sátu hjá PLJ og AT.                                                

 

b)  Í undirkjörstjórn 4: Ragnhildur Jónsdóttir komi í stað Jóns Karls Haraldssonar

 

     
Samþykkt samhljóða

 

2. Heimild til bæjarráðs til þess að taka til meðferðar og afgreiðslu athugasemdir er kunna að berast bæjarstjórn vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á kjörskrá sbr. 10. grein laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.

 

Tillaga:
Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til að taka til meðferðar og afgreiðslu athugasemdir er kunna að berast bæjarstjórn vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á kjörskrá, sbr. 10. grein laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.

Samþykkt samhljóða.

 

Tilkynning um breyting á kjörskrá.

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að fara að tilkynningu Hagstofu Íslands, dags. 23. maí 2006, um að lögheimili  Sigurlínu Ástu  Antonsdóttur, kt. 010948-3399 og Arnars Daðason kt. 070248-4179, á viðmiðunardegi kjörskrár, hafi verið Kjarrhólar 20, Selfossi og að leiðrétta kjörskrá, til samræmis við það - sbr. lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3. Ráðning skólastjóra við Barnskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri til afleysinga í eitt ár.

 

Tillaga um afgreiðslu.

 

Fyrir fundinum liggur tillaga starfsmannastjóra sveitarfélagsins og verkefnisstjóra fræðslumála um að Daði Ingimundarson verði ráðinn í starfið; jafnframt umsögn skólanefndar um málið þar sem nefndin samþykkir samhljóða að mæla með Daða í starf skólastjóra.

 

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Daða Ingimundarson í starf skólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri frá 1. júní 2006 til 15. júní 2007.

 

Meirihluti S og B lista

 

Tillagan samþykkt samhljóða..

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12:25

 

Þorvaldur Guðmundsson                             
Einar Pálsson
Margrét K. Erlingsdóttir                              
Ari Thorarensen        
Páll Leó Jónsson                                          
Ragnheiður Hergeirsdóttir    
Guðjón Æ. Sigurjónsson                              
Ásmundur Sverrir Pálsson    
Torfi Áskelsson                                             
Einar Njálsson
Helgi Helgason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica