58. fundur bæjarráðs
58. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 3. desember 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Eyrún B. Magnúsdóttir, varamaður, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. Desember, var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
-liður 14, mál nr. 151199, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum, umsækjandi Selfossveitur. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt. -liður 20, mál nr. 1512004, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir götulýsingu við Vatnsdal á Stokkseyri, umsækjandi Sveitarfélagið Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
2. | 1501278 - Fundargerð stjórnar SASS | |
500. fundur haldinn 19. nóvember | ||
-liður 3, ART- verkefnið, bæjarráð Árborgar tekur undir áhyggjur stjórnar SASS vegna fyrirhugaðra áætlana ríkisstjórnar um að leggja niður ART- verkefnið á Suðurlandi. Skorað er á þingmenn Suðurlands að standa vörð um þetta mikilvæga verkefni og óskað er eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra gangi strax frá nýjum samningi um ART- verkefnið til frambúðar. Bent er á að það að fella verkefnið niður er í hróplegu ósamræmi við nýframkomna stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum en þar er sérstaklega fjallað um geðræktarstarf í skólum. Fundargerðin lögð fram. | ||
3. | 1502042 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
832. fundur haldinn 20. nóvember | ||
-liður 3, bæjarráð Árborgar fagnar því að unnið sé markvisst að breytingum á skiptingu tekjustofna milli ríkis- og sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1511145 - Beiðni Jens Sigurðssonar, dags. 10. nóvember 2015, um leigu á netaveiði við Óseyrarnes sumarið 2016 og til lengri tíma | |
Bæjarráð hefur ekki hug á að leigja út netaveiði fyrir landi Óseyrarness. | ||
5. | 1511182 - Styrkbeiðni Fischerseturs, dags. 25. nóvember 2015, vegna húsaleigu Fischersetursins 2015 | |
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Almennt veitir sveitarfélagið ekki styrki til greiðslu húsaleigu félagasamtaka. | ||
6. | 1511234 - Beiðni félagasamtakanna 825 Þorparinn, dags. 21. september 2015, ásamt undirskriftarlista um að draga úr götulýsingu á Stokkseyri í tilraunaskyni, verkefnið "Stokkseyri rómantískasti bær á Íslandi?" | |
Bæjarráð þakkar áhugavert erindi og felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á lýsingunni. | ||
Erindi til kynningar | ||
7. | 1511184 - Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 23. nóvember 2015, þar sem vakin er athygli á breytingum á eldri lögræðislögum | |
Lagt fram. | ||
8. | 1511210 - Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2015, leiðbeiningar fyrir almannavarnanefndir | |
Lagt fram. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:10
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Íris Böðvarsdóttir | Eyrún B. Magnúsdóttir | |
Arna Ír Gunnarsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |