Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.12.2015

59. fundur bæjarráðs

59. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. desember 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 1512001 - Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs
Aðalfundur haldinn 30. október
Fundargerðin lögð fram.
2. 1502151 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
168. fundur haldinn 27. nóvember
Lagt fram til kynningar.
3. 1501157 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
243. fundur haldinn 28. október 244. fundur haldinn 9. nóvember
Lagt fram til kynningar.
Almenn afgreiðslumál
4. 1512024 - Beiðni um leyfi fyrir staðsetningu á sorpgerði við Eyraveg 2
Bæjarráð samþykkir staðsetningu sorpgerðis á landi sveitarfélagsins við lóðamörk Eyravegi 2.
5. 1512012 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - Kaffi Selfoss, Eyravegi 2
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
6. 1502134 - Samningur við SS um kaup á lóðarspildum í landi Fossness, dags. 9. desember 2015
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.
Erindi til kynningar
7. 1512036 - Áskorun Vinnuhóps 1001 um lífsskilyrði barna í 1001 dag, eða frá getnaði til tveggja ára aldurs.
Lagt fram til kynningar.
      Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Arna Ír Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica