59. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
59. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 18. september 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1308067 - Fráveita Árborgar - meðhöndlun á fráveituvatni 2013 |
|
Fulltrúar frá Mannviti komu á fundinn og kynntu stöðu á vinnu við skilgreiningu á Ölfusá sem viðtaka fráveituvatns. Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að setja af stað nauðsynlega vinnu við sýnatöku úr Ölfusá vegna verkefnisins. |
||
|
||
2. |
1308042 - Miðlunargeymir hitaveitu, ástandsskoðun og endurbætur 2013 |
|
Farið yfir minnisblað frá Verkfræðistofu Suðurlands um ástandsskoðun og endurbætur á miðlunargeymi hitaveitu. Ljóst er að endurbætur á tanknum eru viðameiri en á horfðist í upphafi. Stjórnin ákveður að fresta framkvæmdum til vorsins og felur framkvæmda- og veitustjóra að vinna kostnaðaráætlun fyrir verkið. Kostnaði verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014. |
||
|
||
3. |
1303148 - Borun á heitavatnsholu við Ósabotna í landi Stóra-Ármóts |
|
Lokið er borun fyrir vinnslufóðringu í 470 metra , niðursetningu hennar og steypingu. Framundan er borun fyrir leiðara niður á 550 m dýpi. |
||
|
|
|
4. |
1305249 - Veiðar á kanínum í Árborg 2013 |
|
Veiðar á kanínum í Svf. Árborg hafa gengið samkvæmt áætlun. Framkvæmda- og veitustjóra falið að sækja um nauðsynleg leyfi til kanínuveiða fyrir árið 2014. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:20.
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |