6. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
6. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn fimmtudaginn 25. janúar 2007, kl. 17:15 í félagsmiðstöðinni Zelsiuz á Selfossi.
Mætt:
Gylfi Þorkelsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Grímur Hergeirsson
Helgi S. Haraldsson forfallaðist.
Í upphafi fundar leitaðiGylfi Þorkelsson, formaður, afbrigða um að taka á dagskrá kjör varaformanns ÍTÁ og var það samþykkt samhljóða.
Formaður lagði fram tillögu um Sædís Ósk Harðardóttur sem varaformann íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. mál: Heimsókn í félagsmiðstöðina Zelsiuz.
Forstöðumaður Zelsiuz,Greta Sverrisdóttir, tók á móti nefndinni og kynnti starfsemina og sýndi aðstöðu og tæki.
2. mál: Önnur mál.
a) Kristín Hrefna Halldórsdóttir lagði fram svo hljóðandi fyrirspurn:
Hvað líður hitun gervigrasvallarins við Engjaveg á Selfossi?
Gylfi Þorkelssonupplýsti að málið væri í þeim farvegi sem það var sett í fyrr í vetur.
Fundi slitið kl. 18:05
Gylfi Þorkelsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Grímur Hergeirsson