6. fundur leikskólanefndar
6. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 22. nóvember 2006.
Formaður nefndarinnar, Kristín Traustadóttir, setti fundinn kl. 17:15.
Mættir: Kristín Traustadóttir, Róbert Sverrisson, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Heiðdís Gunnarsdóttir og fulltrúi foreldra Sigurborg Ólafsdóttir. Fulltrúi starfsmanna, Auður Hjálmarsdóttir.
1. Vígsla leikskólans Hulduheima
Formleg vígsla ákveðin sunnudaginn 10.desember klukkan 16. Opið hús á milli klukkan 17 og 19. Leikskólafulltrúi dreifði bækling um Hulduheima.
2. Ársskýrslur Glaðheima, Ásheima og Árbæjar.
Leikskólafulltrúi dreifði ársskýrslum frá leikskólunum Ásheimum, Glaðheimum og Árbæ.
3. Kynning á ráðstefnu NAEYC í Atlanta
Leikskólafulltrúi sagði frá ráðstefnu sem hún fór á ásamt leikskólastjórum í Árborg til NAEYC í Atlanta.
4. Endurrit fundargerðar leikskólafulltrúa og leikskólastjóra til kynningar
Leikskólafulltrúi dreifði endurriti úr fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra.
5. Námskeið fyrir nefndarmenn og starfsmenn nefnda, til kynningar
Leikskólafulltrúi fór yfir helstu atriði námskeiðsins sem var haldið þann 2.nóv s.l. Þeir nefndarmenn sem komust ekki á námskeiðið fengu afhent námskeiðsgögn.
6. Svar við fyrirspurn um “náðarkorter”
Ekki eru uppi áætlanir um að svokölluð náðarkorter verði gjaldfrjáls, það er valkvæð þjónusta sem þeir greiða fyrir sem hana nota.
7. Fréttabréf leikskóla til kynningar
Fréttabréfi leikskólanna á Álfheimum, Æskukoti og Glaðheima dreift.
8. Önnur mál:
a. Næsti fundur ákveðinn þann 20.desember.
b. Fyrirspurn frá foreldri varðandi niðurfellingu leikskólagjalds í fríum sem barnið tekur sér. Ekki er heimild fyrir því að fella niður gjald þó börn fari í leyfi. Bent skal á að foreldrar/forráðamenn borga tæplega 1/3 af rekstrarkostnaði leikskólans.
c. Leikskólafulltrúi lagði fram samantekt úr könnun Menntamálaráðuneytisins 2006 um starfsemi leikskóla, starfsmannahald, námsskrá og mat.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:35
Kristín Traustadóttir
Róbert Sverrisson
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Auður Hjálmarsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir