6. fundur umhverfisnefnd
6. fundur í umhverfisnefnd Árborgar fimmtudaginn 1. febrúar 2007 klukkan 17.15 að Austurvegi 67.
Fundinn sátu: Björn B. Jónsson (formaður), Soffía Sigurðardóttir, Björn Ingi Gíslason og Siggeir Ingólfsson sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Umsögn um ósk um rýmkun veiðisvæðis fyrir dragnót fyrir Suðurlandi.
Umhverfisnefnd Árborgar leggur áherslu á að við ákvörðun um veiðisvæði og veiðitíma fyrir veiðar með dragnót verði gætt verndunar lífríkis og mikilvægra hrygningarsvæða.
2. Beiðni Úrvinnslusjóðs um samstarf við sveitarfélög vegna fræðsluátaks vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum.
Umhverfisnefnd Árborgar telur mikilvægt að taka þátt í þessu verkefni og felur Siggeiri að fylgja málinu eftir.
3. Fuglafriðland í Flóa – upplýsingar um gang mála
Fyrir lá fundargerð samráðsnefndar um fuglafriðland í Flóa.
4. Beiðni menntamálaráðuneytisins um umsögn um stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi.
Umhverfisnefnd hefur engar athugasemdir við drög að stefnu stjórnvalda í formleifavernd á Íslandi og fagnar jafnframt heildstæðri stefnu í þessum málaflokki.
Fundi slitið: 18:10