Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.11.2006

6. fundur bæjarstjórnar

 

6. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, - aukafundur haldinn þriðjudaginn 14. nóvember 2006 kl. 16.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Þorvaldur Guðmundsson                     B listi
Margrét Katrín Erlingsdóttir                 B listi
Snorri Finnlaugsson                             D listi
Ari B. Thorarensen                              D listi, varamaður Elfu D. Þórðardóttur
Grímur Arnarson                                  D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Kristín Hrefna Halldórsdóttir                D listi, varamaður Þórunnar J. Hauksdóttur
Ragnheiður Hergeirsdóttir                  S listi,
Þórunn Elva Bjarkadóttir                     S listi, varamaður Gylfa Þorkelssonar
Jón Hjartarson                                    V listi

 

Auk þess sitja fundinnStefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri, ogÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

 I. Fundargerðir:

 

Engar.

 

II.  Önnur mál:

 

1.  0506119
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006

 

Bæjastjóri tók til máls og fylgdi tillögunni úr hlaði.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

 

Í greinargerð framkvæmdastjóra fjármála og stjórnsýslusviðs kemur fram að helstu frávik frá fjárhagsáætlun liggja í skatttekjum, launum vegna kjarasamninga, afskriftum og breytingum á fjármagnsliðum.  Heildar frávik launaliða frá upphaflegri fjárhagsáætlun, önnur en kjarasamningsbundin, eru óveruleg eða 0,5 %.

 

Verðbólga hefur farið úr böndum í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnarflokka, verið 3 % umfram það sem áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir ári síðan og hætta er á enn meiri verðbólgu og breytingum á gengi sem áhrif hefur á efnahagsreikning sveitarfélagsins.  Ekki reyndist þörf á eins miklum lántökum og áætlað var fyrir ári síðan vegna þess hve peningaleg staða sveitarfélagsins var góð um síðustu áramót, í tíð fyrri bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að árangur markvissrar fjármálastjórnunar síðustu bæjarstjórnar skili sér svo sem raun ber vitni og vona að núverandi meirihluti haldi það vel á spilum á komandi árum að íbúar sveitarfélagsins fái áfram notið góðs af.  Til þess að svo megi verða þarf að beita markvissum stjórnunaraðferðum sem byggja á framsýni, metnaði og skilningi á því umhverfi sem við búum í jafnt sem góðri þekkingu á lagalegri umgjörð sveitarfélaga í landinu. 

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Þórunn Elva Bjarkadóttir, S-lista

 

Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun 2006, en þar kemur fram að breytingar frá upphaflegri fjárhagsáætlun 2006 eru þessar helstar:

 

a) Rekstrarniðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2006 er neikvæð um 116,1 m.kr. en upphafleg áætlun ársins gerði ráð fyrir  22 m.kr. rekstrarafgangi.

 

Mismunur rekstrarniðurstöðu er því 138,1 m.kr. sem samanstendur af samþykktum aukafjárveitingum sem áhrif hafa á rekstur að upphæð 48,5 m.kr. – þar af eru 15,9 m.kr. frá núverandi kjörtímabili. Mismunur skýrist einnig af breytingu á verðbótum og gengismun að upphæð 167,9 m.kr. Annar mismunur rekstrarþátta er samtals jákvæður um 78,3 m.kr.

 

b) Heildarfjárfestingar á árinu 2006 voru 1,2 milljarður kr. en upphafleg áætlun ársins gerði ráð fyrir heildarfjárfestingu uppá 1 milljarð. Frávik frá upphaflegri áætlun eru því aukafjárfestingar uppá rúmlega 200 m.kr.

 

Tillagan var borin undir atkvæði samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa B- og D-lista. Fulltrúar S- og V-lista sátu hjá.

 

2. 0611056
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

 

Lögð var fram svofelld tillaga fulltrúa B- og D-lista:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að skipa vinnuhóp til að skoða aðild að og skipulag SASS eftir þær breytingar sem orðnar eru á rekstri stofnana þess m.a. með samanburði við skipulag sambærilegra landshlutasamtaka.

 

Einnig felur Bæjarstjórn Árborgar þessum sama vinnuhópi að skoða aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

Bæjarstjórn Árborgar felur bæjarráði að skipa vinnuhópinn.

 

Jón Hjartarson, V-lista,Snorri Finnlaugssonog Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svofellda frávísunartillögu fulltrúa S- og V- lista:

 

Undirrituð leggja fram tillögu um að vísa frá tillögu meirihlutans um skipun vinnuhóps til að skoða aðild að og skipulag Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

Greinargerð
Á síðast liðnu kjörtímabili störfuðu þrír hópar eða nefndir á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga til að vinna að endurskoðun á skipulagi og starfsháttum samtakanna. Sveitarfélagið Árborg átti fulltrúa í öllum þessum hópum. 

 

Fyrsti hópurinn, sk. undirbúningshópur skilaði tillögu til aðalfundar SASS í Vestmannaeyjum í nóvember árið 2004.  Á grundvelli niðurstaðna þess hóps samþykkti aðalfundurinn  að kjósa sérstaka endurskoðunarnefnd. Í samþykkt aðalfundarins árið 2004 kemur fram að endurskoðunin skuli hafa það að megin markmiði að móta tillögur sem stuðla að aukinni fjárhagslegri hagkvæmni og skilvirkni samstarfsins. 

 

Endurskoðunarnefndin frá 2004 skilaði skýrslu og tillögum til aðalfundar SASS á Kirkjubæjarklaustri í nóvember 2005 og samþykkti aðalfundur tillögur nefndarinnar.  Þá samþykkti aðalfundurinn að kjósa starfshóp til að gera tillögu að nýjum samþykktum og starfsmannastefnu allra samlaganna með tilliti til tillagna endurskoðunarnefndarinnar. 

 

Sá starfshópur skilaði lokatillögum til aukaaðalfundar sem haldinn var í apríl s.l. þar sem gengið var frá breytingum á skipulagi og starfsháttum samtakanna.  Breytingarnar voru samþykktar samhljóða af öllum fulltrúum á fundinum.  Hafa meirihlutaflokkarnir í Árborg gleymt því að þeir áttu fulltrúa á þeim fundi.

 

Á aðalfundi SASS í september s.l. var samþykkt að gerð verði úttekt á starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands.  Niðurstaða þeirrar úttektar liggur ekki fyrir og undarlegt að meirihlutinn í Árborg skuli ekki bíða hennar áður en hann stofnar nýjan vinnuhóp til að skoða hvernig fjármunir lagðir í Skólaskrifstofu nýtist börnum og ungmennum í Árborg.  Þegar setja á markmið til framtíðar þarf að liggja fyrir hver staðan er í dag og það er einmitt tilgangur fyrrnefndrar úttektar sem aðalfundur SASS hefur nýlega samþykkt.  Hefur meirihlutinn í Árborg gleymt því að hann stóð að þeirri samþykkt.

 

Eins og að framan greinir þá er heildarendurskoðun á starfsemi SASS nýlega lokið og ekki er komin reynsla á fyrirkomulagið.  Framundan er úttekt á starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands.  Sveitarfélagið Árborg er stærst af aðildarsveitarfélögum SASS og stærsti hluti starfsemi SASS og skyldra samlaga er staðsett á Selfossi.  Tillaga meirihlutans nú um að endurskoða aðild Árborgar að SASS og að Skólaskrifstofu Suðurlands vekur upp spurningar um trúverðugleika meirihlutans í Árborg gagnvart öðrum aðildarsveitarfélögum SASS og skilning fulltrúanna á þeirri vinnu og því samstarfi sem fram hefur farið á undanförnum árum og  misserum á vettvangi SASS. 

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Þórunn Elva Bjarkadóttir, S-lista og Jón Hjartarson, V-lista.

 

Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa B- og D-lista, gegn atkvæðum fulltrúa S- og V-lista.

 

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, ogSnorri Finnlaugsson, D-lista tóku til máls.

 

Þórunn Elva Bjarkadóttir, S-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til Snorra Finnlaugssonar, D-lista, varðandi fullyrðingu hans um að framlög sveitarfélagsins til fræðslumála séu með því mesta sem gerist.Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurninni.

 

Tillaga fulltrúa B- og D-lista var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa B- og D-lista. Fulltrúar S- og V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

 

3.  0607065
Landsmót UMFÍ 2012

 

Bæjarstjórn samþykkir að standa að umsókn um að landsmót UMFÍ verði haldið í Sveitarfélaginu Árborg á vegum HSK árið 2012.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, ogGrímur Arnarson, D-lista, tóku til máls og fögnuðu tillögunni.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl.16:55.

 

Þorvaldur Guðmundsson                                
Margrét K. Erlingsdóttir          
Snorri Finnlaugsson
                                        
Grímur Arnarson
Ari B. Thorarensen                                         
Kristín Hrefna Halldórsdóttir   
Ragnheiður Hergeirsdóttir                               
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Jón Hjartarson                                               
Stefanía Katrín Karlsdóttir
Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica