Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.1.2007

6. fundur menningarnefndar

 

6. fundur menningarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í ráðhúsi Árborgar, þriðjudaginn 22. janúar 2007, kl.  17:15.

Mætt: Alma Lísa Jóhannsdóttir, formaður, Sigrún Jónsdóttir, Már Ingólfur Másson, varamaður Böðvars Bjarka Þorsteinssonar, Þórir Erlingsson, Kjartan Björnsson og Grímur Hergeirsson.

 

Dagskrá:

 

1. mál.  0612068
Beiðni menntamálaráðuneytisins um umsögn um stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi

Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar.

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi og fagnar því að heildstæð stefna sé nú í sjónmáli í þessum málaflokki.

 

2. mál. 
Vinna að menningarstefnu fyrir Árborg

 

Menningarnefnd Árborgar leggur til við bæjarráð að skipaður verði þriggja manna starfshópur um gerð menningarstefnu Árborgar.  Lagt er til að starfshópurinn vinni drög að menningarstefnu og skili þeim til menningarnefndar fyrir haustið 2007.

 

Við vinnuna leitist hópurinn við að nýta sér þá þekkingu og reynslu sem til staðar er hjá einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum innan sveitarfélagsins á sviði lista og menningar.    

 

Stefnt er að næsta fundi nefndarinnar þriðjudaginn 20. febrúar nk. kl. 17:15.

 

Fundi slitið kl.  17:40

 

Alma Lísa Jóhannsdóttir
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson
Kjartan Björnsson
Þórir Erlingsson

Grímur Hergeirsson

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica