Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.11.2014

16. fundur bæjarráðs

16. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 20. nóvember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá samning um veiðirétt í Ölfusá. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
 1. 1406097 - Fundargerð félagsmálanefndar
  1. fundur haldinn 11. nóvember
-liður 9, 1411033, styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfs. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um styrkveitingu, 50.000 kr. Fundargerðin staðfest.
 2. 1406098 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  1. fundur haldinn 12. nóvember
Fundargerðin staðfest.
 3. 1406100 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  1. fundur haldinn 12. nóvember
Fundargerðin staðfest.
 4. 1406099 - Fundargerð fræðslunefndar
  1. fundur 13. nóvember
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
 5. 1405356 - Fundur stjórnar Fasteignafélags Árborgar slf.
haldinn 12. nóvember
Lagt fram.
 6. 1402007 - Fundargerð stjórnar SASS og aðalfundargerð
  1. fundur haldinn 20. október Aðalfundur haldinn 21. og 22. október
Lagt fram.
 7. 1403021 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands og aðalfundargerð
Aðalfundur haldinn 22. október 235. fundur haldinn 10. nóvember
Lagt fram.
Almenn afgreiðslumál
 8. 1411095 - Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12. nóvember 2014, um umsögn - frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, kerfisáætlun, EES reglur
Lagt fram.
 9. 1411099 - Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12. nóvember 2014, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína
Lagt fram.
10. 1411108 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 14. nóvember 2014, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra
Bæjarráð vísar beiðninni til félagsmálanefndar.
 11. 1411021 - Samkomulag við Gunnar Gunnarsson og Sigurgeir Höskuldsson, dags. 19. nóvember 2014, vegna veiðiréttar í Ölfusá
Sigurður Sigurjónsson, hrl., kom inn á fundinn og gerði grein fyrir samningnum. Bæjarráð staðfestir samninginn.
 12. 1411043 - Starfshópur um sorpmál
Bæjarráð skipar Gunnar Egilsson, Ástu Stefánsdóttur og Örnu Ír Gunnarsdóttur til setu í hópnum.
 13. 1403276 - Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2014
Ásbjörn Sigurðsson kom inn á fundinn og fór yfir uppgjörið.
 14. 1305094 - Félagsaðstaða í Grænumörk
Leó Árnason og Ingunn Svala Leifsdóttir komu inn á fundinn og kynntu hugmyndir um byggingu að Austurvegi 51-59, með tengibyggingu við Grænumörk 5, sem hýsi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara.
Erindi til kynningar
 15. 1411059 - Erindi frá félags- og húsnæðismálaráðherra um verkefnið Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana, dags. 10. nóvember 2014
Lagt fram til kynningar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir Ásta Stefánsdóttir
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica