Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.8.2018

6. fundur bæjarráðs

6. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 23. ágúst 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Rósa Sif Jónsdóttir, ritari Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1806174 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 - ný nefnd
  5. fundur haldinn 9. ágúst
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1806177 - Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  1. fundur haldinn 16. ágúst
  Fundargerðin staðfest.
     
3.   1808041 - Fundargerðir kjaranefndar 2018
  Fundur haldinn 16. júlí
  Fundargerðinni og tillögum í henni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1802004 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018 4-1802004
  534. fundur haldinn 26. júní
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5.   1808039 - Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins
  Athugasemd vegna rangfærslna í bókun bæjarfulltrúa D-lista á 2. fundi bæjarstjórnar 15. ágúst sl. er varðar meint vanhæfi varabæjarfulltrúa Á-lista í bæjarráði. Álit bæjarlögmans verður lagt fram á fundinum.
  Lagt var fram eftirfarandi svar frá Sigurði Sigurjónssyni bæjarlögmanni: Vegna fyrirspurnar um kosningar og kjörgengi til setu í bæjarráði hef ég tekið saman helstu meginreglur er um það efni gilda. Um kosningu í byggðarráð/bæjarráð er fjallað í 36. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í 3. mgr. 36. gr. laganna segir að aðalmenn skuli koma úr hópi aðalmanna í sveitarstjórn og varamenn skuli einnig velja úr hópi aðalfulltrúa í sveitarstjórninni. Meginreglan er því sú að varamenn skuli velja úr hópi aðalfulltrúa í sveitarstjórninni. Í lokamálslið 3. mgr. 36. gr. er hins vegar að finna heimild til þess að að ákveða að aðalfulltrúar og varafulltrúar, af sama framboðslista og hinn kjörni byggðarráðsmaður, verði varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Samkvæmt því sýnist ekkert því til fyrirstöðu að sveitarstjórn geti ákveðið á nýta sér þessa undantekningu frá meginreglunni í 3. gr. við val á varamanni til setu í bæjarráði, svo fremi að sá aðalmaður hafi skipað næsta sæti á eftir þeim sama aðalmanni á sama framboðslista. Sigurður Sigurjónsson hrl.
     
6.   1802044 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
  Rekstraryfirlit janúar - júní
  Lagt fram. Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, komi inn á fundinn.
     
7.   1808079 - Niðurfelling á lóðargjöldum
  Beiðni Jóhanns Rúnarssonar um niðurfellingu á lóðargjöldum vegna Jórutúns 1
  Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.
     
8.   1804229 - Útistofur við Vallaskóla 2018 8-1804229
  Svar við spurningu Gunnars Egilssonar, D-lista, sem lögð var fram á 2. fundi bæjarráðs 5. júlí. Stendur til að seinka framkvæmdum við nýjan skóla í Björkurlandi?
  Lagt var fram eftirfarandi svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 2. fundi bæjarráðs: Starfshópur um undirbúning og byggingu nýs skóla í Björkurstykki, hefur tekið til starfa og var fyrsti fundur hópsins haldinn mánudaginn 20. ágúst sl. og næsti fundur áætlaður í næstu viku. Hvað varðar hugrenningar bæjarfulltrúans um hvort til standi að seinka framkvæmdum við nýjan skóla, er þvert á móti vilji til þess að flýta framkvæmdum eins og kostur er. Þó þarf að hafa huga í þessu samhengi að framkvæmdir við nýjan skóla þurfa að vera í takt við aðrar framkvæmdir á svæðinu.Greinargerð: Undirrituð vilja vekja athygli bæjarfulltrúans á því að almenna reglan hefur verið sú að fyrirspurnir sem beint er til bæjarráðs séu lagðar fram sem formlegar fyrirspurnir en ekki sem hluti af bókun um annað og óskylt mál. Það vinnulag verður tekið upp á þessu kjörtímabili að fyrirspurnir sem berast bæjarráði með formlegum hætti verður svarað á sama fundi og þær eru teknar til afgreiðslu, en ekki lagðar fram á fundinum og svarað síðar eins og viðgengist hefur mörg undanfarin ár. Eggert Valur Guðmundsson, S lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista.
     
9.   1808047 - Drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun
  Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 27. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp um Þjóðgarðastofnun.
  Lagt fram og vísað til skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.
     
10.   1808086 - Ályktun - Fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss
  Bæjarráð Árborgar lýsir ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Ráðið telur þó að fjögur ár sé of löng bið eftir að verkinu ljúki - jafnvel þó önnur mikilvæg verkefni liggi fyrir í vegamálum landsmanna - í ljósi þess hve ört umferðarþunginn eykst á þessum vegarkafla, sem er einn sá hættulegasti á landinu. Bæjarráð Árborgar kallar eftir því að hafist verði handa við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá á næstu fjórum árum, enda er þegar orðið ófremdarástand við gömlu brúna þar sem 17.000 bílar fara yfir daglega og það ástand mun ekki skána með vaxandi umferð.
     
11.   18051378 - Rekstrarleyfisumsögn - Draugasetrið 11-18051378
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. ágúst, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki III fyrir Draugasetrið ehf á Stokkseyri, kt. 440903-2150.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
     
Erindi til kynningar
12.   1808061 - Samningur GOS og Vegagerðarinnar vegna bóta Suðurlandsvegar 12-1808061
  Staðfesting á heimild GOS til að semja um bætur vegna lagningar nýs Suðurlandsvegar yfir hluta Svarfhólsvallar.
  Lagt fram.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15 Eggert Valur Guðmundsson                          Álfheiður Eymarsdóttir Gunnar Egilsson                                            Rósa Sif Jónsdóttir Gísli Halldór Halldórsson  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica