Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.1.2011

6. fundur félagsmálanefndar

6. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 10. janúar 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Guðmundur B. Gylfason, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Kristbjörg Gísladóttir, varamaður, V-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða.


Anný Ingimarsdóttir ritar fundargerð. Formaður nefndarinnar, Guðmundur Björgvin Gylfason, óskaði eftir að taka tvö mál inn með afbrigðum, mál 5 og 6, og varð það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.  0912043 - Málefni fatlaðra - yfirfærsla til sveitarfélaga
 Guðlaug Jóna sagði frá hvernig gengið hefur fyrstu dagana vegna yfirfærslunnar.  Félagsmálanefnd Árborgar fagnar yfirfærslunni og vill bjóða alla starfsmenn sem koma til vinnu hjá Sveitarfélaginu Árborg vegna yfirfærslunnar  velkomna til starfa.   
   
2.  1010050 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2011
 Lagðar voru fram reglur um fjárhagsaðstoð.  Megin breytingar á reglunum eru þær að við útreikning á framfærslu verður tekið mið af heildartekjum áður en tekjuskattur hefur verið dreginn frá.  Einnig mun framfærslugrunnur fyrir einstakling hækka úr kr. 122.021 í 125.021 og hjón fólk í sambúð/óvígðri sambúð úr kr. 195.233 í 200.034.  Er hækkunin í samræmi við neysluvísutölu. Félagmálanefnd samþykkir reglurnar samhljóða og taka þær gildi 1. febrúar.
   
3.  1101061 - Félagsþjónustumál - Trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók.
   
4.  1101062 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók.
   
5.  1101073 - Húsaleigubætur - uppreiknuð eignamörk 2011
 Bréf frá velferðarráðuneytinu kynnt vegna breytinga á viðmiðunarfjárhæð eignamarka við útreikning almennra húsaleigubóta sem verður frá og með 1. janúar 2011 kr. 6.063.975.
   
6.  1101074 - Félagslegar leiguíbúðir - uppreiknuð eignamörk 2011
 Bréf frá velferðarráðuneytinu kynnt vegna uppreiknaðra tekju- og eignamarka varðandi félagslegt leiguhúsnæði. Frá og með 1. janúar 2011 verða tekjumörk einstaklinga 3.699.000 og með hverju barni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu kr. 619.000.  Tekjumörk fyrir hjón og sambúðarfólk verður kr. 5.179.000.  Eignarmörk verða kr. 3.993.000.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00.

Guðmundur B. Gylfason
Brynhildur Jónsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Kristbjörg Gísladóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica