Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.1.2011

6. fundur fræðslunefndar

6. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 27. janúar 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Anna Gína Aagestad, fulltrúi starfsmanna,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara,
Stefanía Geirsdóttir, fulltrúi Flóahrepps,
Kristjana Hallgrímsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra,
Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður.

 


Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi kennara til fræðslunefndar og fundargerð leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa frá 18. janúar 2011. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.  1007020 - Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Árborg til kynningar og undirritunar
 Reglurnar voru kynntar og rituðu kjörnir fulltrúar undir þær.
   
2.  1010136 - Húsnæðismál Vallaskóla, flutningur úr Sandvíkurskóla
 Fræðslunefnd felur Guðbjarti að boða til fundar með foreldrum og öðrum sem skólasamfélagið varðar.
   
3.  1002091 - Fundargerð skólaráðs BES frá 21. janúar 2011
 Fundargerðin var lögð fram.
Fulltrúi foreldra lagði fram bókun við fjárhagsáætlun BES:
Stjórn foreldrafélags BES vill koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við sparnaðartillögur í fjárhagsáætlun skólans og því að ekkert samráð var haft við foreldra við úrvinnslu áætlunarinnar. Tillögur um að flytja 7. bekk á Stokkseyri voru hvorki bornar undir skólaráð, foreldrafélag né tengla í umræddum bekk, heldur voru þær kynntar sem endanleg ákvörðun eftir að skólastarf hófst að loknu jólafríi í janúar 2011. Með þessu þykir foreldrum framhjá sér gengið við gerð fjárhagsætlunarinnar og varar við svo ólýðræðislegum vinnubrögðum.
Upphaflega hefði umræddur bekkur átti að flytja á Eyrarbakka haustið 2010, en samþykkt var í samvinnu við málsaðila að börnin yrðu einn aukavetur á Stokkseyri. Það var tímabundin lausn og þar eiga þau ekki erindi lengur. Við myndum vilja kanna möguleika á annarri hagræðingu en þeirri sem lögð er til í fjárhagsáætlun. Það mætti hugsa sér aðrar útfærslur á sparnaði í rútuferðum, t.d. mætti skoða annað skipulag á stundatöflum eða kanna betur þá tillögu sem fram kom á fundi skólaráðs að færa 1.-4. bekk á Eyrarbakka, en 5.-7. á Stokkseyri.
Stjórn foreldrafélagsins vill ekki við það una að vera haldið utan við þetta alvarlegar niðurskurðartillögur. Nái þær fram að ganga gætu áhrifin orðið víðtæk. Ljóst er að almenningur á ströndinni telur mjög að sér vegið með tillögum skólastjórnenda. Stjórninni hefur borist til eyrna að borgarafundur um málefni skólans sé í burðarliðnum og undirskriftalisti hefur legið frammi í Vesturbúð á Eyrarbakka síðan sl. helgi. 120 einstaklingar hafa þegar kvittað.
Foreldrafélagið mótmælir harðlega öllum frekari skerðingum á skólastarfi við ströndina. Það er vilji íbúa að skólastarf dreifist jafnt á milli þorpanna og að staðið verði við gefin loforð um bætta kennsluaðstöðu á Eyrarbakka.
Auk þess  er það mat stjórnar foreldrafélagsins að sveitastjórn beri að sýna fyllstu aðgát í frekari niðurskurði á skólastarfi almennt. Það er mat okkar að skólarnir séu löngu komnir að sársaukamörkum og frekari skerðing muni óhjákvæmilega bitna á lífsgæðum barnanna.

 

Stjórn foreldrafélags BES
24. janúar 2011 
Fræðslunefnd felur formanni nefndarinnar að leita annarra leiða í sparnaði í samvinnu við skólastjóra                             
   
4.  1101153 - Fyrirspurnir fulltrúa S-lista til fræðslunefndar
 Fyrirspurnir frá fulltrúa S-lista í fræðslunefnd:
 
Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar þann 7. apríl sl. var samþykkt tillaga um að hefja undirbúning að gerð sameiginlegrar skóla- og frístundastefnu fyrir Sveitarfélagið með það að markmiði að samhæfa áherslur og leiðir í skólagöngu og frístundum barna og skapa samfellu í daglegu starfi þeirra. Fræðslunefnd tók undir tillögu ÍTÁ á fundi sínum þann 20. apríl sl. og mælti með því við bæjarráð að hafist yrði handa við undirbúning málsins. Á fundi bæjarráðs þann 29. apríl sl. fól bæjarráð verkefnisstjórum íþrótta-, tómstunda- og menningarmála og verkefnisstjóra fræðslumála að hefja undirbúning að vinnslu málsins.
Vegna þessa er óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Er vinna hafin við gerð sameiginlegrar skóla- og frístundastefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg?
2. Ef að svo er ekki, hefur núverandi meirihluti í hyggju að vinna að slíkri stefnu?
 
Fyrirspurn vegna frétta í fjölmiðlum um fund bæjaryfirvalda með forsvarsmönnum Hjallastefnunnar:
 
1. Hver var niðurstaða fundar bæjaryfirvalda með fulltrúum Hjallastefnunnar?
2. Eru frekari fundir fyrirhugaðir á næstunni með fulltrúum Hjallastefnunnar?
 
Arna Ír Gunnarsdóttir fulltrúi S-lista.
 
Fyrirspurnunum verður svarað á næsta fundi.
Bókun
Undirrituðum fulltrúum S- og V- lista í fræðslunefnd þykir það afar óeðlilegt að hvorki fræðslunefnd né bæjarfulltrúar minnihlutans hafi verið upplýstir um fyrirhugaða heimsókn og fund fulltrúa Hjallastefnunnar og bæjaryfirvalda í Sveitarfélaginu Árborg. Það er einkennilegt og ekki ásættanlegt að heyra fyrst um slíkt í fjölmiðlum.
 
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Andrés Rúnar Ingason, V-lista
   
5.  1101181 - Erindi kennara til fræðslunefndar 2011
 Fulltrúi kennara lagði fram eftirfarandi erindi:
1. Úrræði fyrir nemendur með geðraskanir og/eða hegðunarerfiðleika

 

Kennarar hafa það stundum á tilfinningunni að fjöldi nemenda með geðræna-, hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika sé hærra hlutfall hér á svæðinu en landsmeðaltal. Einnig er það tilfinning margra kennara að úrræði hér séu af skornari skammti en annars staðar. Nú eru þetta óstaðfestar hugleiðingar, þess vegna förum við þess á leit að kannað verði hvort fjöldi tilfella (greininga) hér sé meiri en annars staðar og hvort fjöldi úrræða sé í stíl. Við höfum einnig áhyggjur af því að ef umsvifin eru mikil og úrræðin fá þá séu það sumir nemendur sem sleppa í gegnum grunnskólann án þess að fá þá hjálp sem þeir svo nauðsynlega þurfa. Eins mætti skoða tölurnar í samanburði við niðurstöður úr fíkni- og vímuefnarannsóknum. Mikilvægast er þó að sveitarfélagið hafi yfir úrræðum að búa sem virka bæði fyrir nemandann sjálfan og bekkjarfélaga viðkomandi nemanda.

 

2. Tölvukostur skólanna

 

Kennarar, nemendur og annað starfsfólk  í Sunnulækjarskóla eru langþreytt á hægvirkum tölvum og fátæklegum tölvubúnaði. Fartölvurnar eru allt upp í tvær kennslustundir að ræsa sig upp fyrir einstaka notendur. Sunnulækjarskóli hefur ekki yfir neinum gagnvirkum töflum að ráða eins og t.d. Vallaskóli. Sunnulækjarskóli hefur heldur ekki tölvuver. Það er ósk kennara að sett verði eitthvert fé í að bæta tækniaðstöðu við skólann.
 
Formanni fræðslunefndar verði falið afla upplýsinga varðandi erindi kennara.
   
6.  1101166 - Fundargerð leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa
 10. fundur 18. janúar 2011
 Fundagerðin lögð fram.
   
7.  1101155 - Dagur leikskólans 2011
 Lagt var fram bréf þar sem kynnt er samstarfsverkefnið Dagur leikskólans, sem Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli standa að. Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 4. febrúar nk.
   
8.  1002087 - Ungt fólk utan skóla 2009 - skýrsla
 Rannsóknin Ungt fólk utan skóla var framkvæmd vorið 2009 af Rannsóknum og greiningu og má nálgast skýrslu um niðurstöður hennar á www.menntamalaraduneyti.is og www.rannsoknir.is
 
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Sandra Dís Hafþórsdóttir    
Grímur Arnarson
Ragnheiður Guðmundsdóttir    
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason    
Málfríður Garðarsdóttir
Anna Gína Aagestad     
Helga Geirmundsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir    
Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir
Stefanía Geirsdóttir     
Kristjana Hallgrímsdóttir
Guðbjartur Ólason    
 Ásdís Styrmisdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica