Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.2.2010

6. fundur fræðslunefndar

6. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, varaformaður, V-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir nefndarmaður S-lista,
Róbert Sverrisson nefndarmaður B-lista
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista,
Samúel Smári Hreggviðsson nefndarmaður D-lista,
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála,
Arndís Harpa Einarsdóttir, fulltrúi skólastjóra,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Guðrún Thorseinsson, fulltrúi kennara,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Linda Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra
Elín Höskuldsdóttir fulltrúi Flóahrepps
Anna Gina Agestad fulltrúi starfsmanna

Dagskrá:

1. 1002089-Fjárhagsáætlun ársins 2010 fyrir fræðslu og uppeldismál í Árborg.

Verkefnisstjóri fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2010 fyrir leik- og grunnskóla Árborgar. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir leikskóla árið 2010 fólust m.a í eftirtöldum þáttum:

• Að draga úr launakostnaði við leikskólana m.a. með því að fækka stöðugildum og draga úr yfirvinnu eins mikið og kostur er. Stöðugildum í leikskólum Áborgar var fækkað um 5,2 frá og með sl. áramóum.

• Að áfram verði mikið aðhald í vöru og þjónustukaupum.

• Að frá og með áramótum hækki gjald fyrir vistunartíma og mat á leikskólum. Gjald fyrir mat og vistun á tímanum 7:45 – 16:00 var hækkað um 10%. Gjald fyrir vistun á tímanum frá 16:00 – 17:15 var hækkað um helming.

• Að ekki verði ráðið í stöðu leikskólafulltrúa á árinu 2010.

Áætlun ársins 2010 fyrir leikskóla Árborgar er samtals 590.308.000,-

Niðurstöður úr rekstri leikskólanna fyrir ári 2009 er samkv. bókhaldi 10. febrúar 2010 kr. 565.777.000,- Rekstur leikskólanna var samkvæmt áætlun ársins og ber að þakka stjórnendum og öðru starfsfólki fyrir hversu vel hefur tekist varðandi rekstur og faglegt starf á leikskólum Árborgar þrátt fyrir erfiðar aðstæður á síðasta ári.

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir grunnskóla árið 2010 fólust m.a. í eftirtöldum þáttum:

• Að draga úr launakostnaði með því að stækka hópa í árgangi eins og mögulegt er, með það að leiðarljósi að áhrif þess komi sem minnst niður á gæði um skólastarfsins.

• Að draga úr yfirvinnu eins mikið og mögulegt er hjá öllum starfsmönnum.

• Að fella niður á árinu fastar greiðslur til stjórnenda grunnskóla vegna aksturs.

• Að frá og með áramótum fækki stöðugildum stuðningsfulltrúa og skólaliða sem svarar 7,3 stöðugildum.

Áætlun ársins 2010 fyrir grunnskóla Árborgar er samtals 1.319.920.000,-

Niðurstöður úr rekstri grunnskólanna fyrir ári 2009 er samkv. bókhaldi 10. febrúar 2010 kr. 1.296.106.000,- Rekstur grunnskólanna var með um 4% frávik frá áætlun ársins sem skapast m.a ófyrirséðum verðlags- og launahækkunum og öðrum ófyrirséðum útgjöldum sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum. Eins og sést á niðurstöðutölum ársins 2009 hefur rekstur grunnskólanna verið í járnum miðað við áætlun. Það ber að þakka stjórnendum og öðru starfsfólki fyrir hversu vel hefur tekist varðandi rekstur og faglegt starf í grunnskólum Árborgar þrátt fyrir erfiðar aðstæður á síðasta ári.

Fulltrúar D-lista óskuðu eftir að eftirfarandi yrði bókað:

Fræðslunefnd er stór og öflug nefnd og finnst okkur með ólíkindum að þessi öflugi hópur skuli ekki nýttur að neinu leyti við gerð fjárhagsáætlunar.

Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um forsendur gjaldskrárhækkunar fyrir leikskóla.

Verkefnisstjóra falið að gera grein fyrir málinu á næsta fræðslunefndarfundi.

2. 1002090 - Fjárhagáætlun áranna 2011 -2013 fyrir fræðslu og uppeldismál í Árborg.

Verkefnisstjóri fór yfir megin niðurstöðu þriggja ára áætlunar fyrir fræðslu og uppeldismál í Árborg. Áætlunin gerir ráð fyrir að á föstu verðlagi verði veitt kr. 2.113.000.000,- ári til fræðslu og uppeldismála á árumum 2011-2013. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 5,0 m.kr.fjármunum til undirbúnings skólabyggingar á Eyrarbakka. Í greinargerð með þriggja ára áætlun segir að nauðsynlegt sé að leita áfram leiða til að hagræða enn frekar í rekstri á næstu þremur árum.

3. 00504050 - Staða framkvæmda við nýbyggingu skólahúsnæðis á Stokkseyri

Verkefnisstjóri greindi fá stöðu framkvæmda við nýbyggingu skólahúsnæðis á Stokkseyri. Vinna við framkvæmdir við skólabyggingu hefur legið niðri frá áramótum og eru stjórnendur sveitarfélagsins í viðræðum við tryggingarfélag verktakans.

4. 1002093 - Erindi frá foreldrafélagi BES; Beiðni um nýtingu Stjörnusteina

Í bréfi frá stjórn foreldrafélags BES og einnig í fundargerð skólaráðs frá 4. desember 2009, kemur fram að hugur stendur til að fá Stjörnusteina til afnota fyrir starf foreldrafélagsins.

Fræðslunefnd fagnar þeirri miklu grósku sem er í starfi foreldrafélags BES. og beinir erindi um afnot af Stjörnusteinum til bæjarráðs Árborgar.

5. 1002095 - Erindi frá foreldrafélagi BES; Áskorun skólaráðs BES varðandi biðskýli og snjómokstur.

Í bréfi frá stjórn foreldrafélags BES og einnig í fundargerð skólaráðs frá 4. desember 2009, kemur fram áskorun til bæjaryfirvalda að koma upp biðskýlum á stoppistöðvum til að tryggja öryggi barna og einnig að sjá til þess að snjór sé hreinsaður frá stoppistöðvum.

Fræðslunefnd tekur undir með skólaráði BES að áriðandi sé að tryggja öryggi skólabarna og hvetur til að úrlausnum málsins sé hraðað

Fræðslunefnd felur verkefnisstjóra að fara yfir erindi foreldrafélagsins með framkvæmda- og veitusviði Árborgar og gera fræðslunefnd grein fyrir niðurstöðu á næsta fundi.

6. 1002096 - Erindi frá foreldrafélagi BES; Ósk um að kannaður verði möguleiki á að skólamatur verði eldaður í nýju skólahúsnæði á Stokkseyri.

Foreldrafélag BES óskar eftir að kannaður verið möguleiki á að skólamatur verði eldaður í nýju eldhúsi á Stokkseyri þegar nýtt skólahúsnæði verður tekið í notkun.

Fræðslunefnd felur verkefnisstjóra í samráði við skólastjóra að kanna möguleika á eldun á skólamat fyrir BES í nýju eldhúsi á Stokkseyri.

7. 0902082 - Svör við spurningum fulltrúa D-lista um leikskólapláss í leikskólum Árborgar

Verkefnisstjóri lagði fram svör við spurningum fulltrúum D-lista um leikskólapláss sem áður höfðu verið send nefndarmönnum í tölvupósti. Mál frá síðasta fræðslunefndarfundi 12. nóvember 2009.

8. 0911088 - Svar við fyrirspurn um viðhald húsnæðis og framhaldsskólaáfanga í Vallaskóla

Verkefnisstjóri lagið fram svarbréf vegna fyrirspurnar um viðhald húsnæðis og framhaldsskóaáfanga í Vallaskóla. Mál frá síðasta fræðslunefndarfundi 12. nóvember 2009.

Erindi til kynningar:

9. 1002091 - Fundargerðir skólaráðs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Lagðar voru fram fundargerðir frá fundum skólaráðs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

• Fundargerð frá 6. nóvember 2009

• Fundargerð frá 4. desember 2009

• Fundargerð frá 5. febrúar 2010

10. 1002097 - Fundargerðir skólaráðs Sunnulækjarskóla

Lagðar voru fram fundargerðir frá fundum skólaráðs Sunnulækjarskóla.

• Fundargerð frá 25. nóvember 2009

• Fundargerð frá 27. janúar 2010

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:00

Sigrún Þorsteinsdóttir
Sandra D Gunnarsdóttir
Grímur Arnarson
Samúel S. Hreggviðsson
Róbert Sverrisson
Sigurður Bjarnason
Helga Geirmundsdóttir
Guðrún Thorsteinsson
Elín Höskuldsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir
Arndís Harpa Einarsdóttir
Anna Gina Agestad


Þetta vefsvæði byggir á Eplica