22.1.2015
6. fundur fræðslunefndar
6. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 15. janúar 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista,
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra,
Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla,
Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara,
Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla,
Sigríður Grétarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla,
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1.
1501090 - Sunnlenski skóladagurinn 2016
Bréf frá samstarfshópi um sunnlenska skóladaginn 2016, dags. 13. janúar 2015. Þar stendur m.a. að hugmynd hafi komið fram um að halda sunnlenskan skóladag í FSu 27. apríl 2016 þar sem boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og sýningar fyrir öll skólastig.
Fræðslunefnd líst vel á þessi áform og hvetur skólana í Árborg til þátttöku. Einnig að þeir geri ráð fyrir deginum við gerð skóladagatals 2015-2016.
Erindi til kynningar
2.
1501005 - Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar
Til kynningar. Áfangaskýrsla þróunarverkefnis allra leikskóla í Árborg sem Anna Magnea Hreinsdóttir, verkefnastjóri, ritaði í desember 2014.
3.
1501017 - Skólanámskrá heilsuleikskólans Brimvers - Æskukots
Til kynningar.
4.
1412059 - Hvatning – átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Til kynningar.
- Minnisblað um menntunarstig starfsmanna leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg, dags. 9. janúar 2015.
- Bréf fræðslustjóra til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. janúar 2015.
Sveitarfélagið Árborg hefur unnið að því að efla faglega umgjörð við leik- og grunnskóla, svo sem með nýrri skólastefnu, stjórnendanámi og endurskoðun á skólaþjónustu. Það hefur meðal annars stuðlað að eflingu á þróunarstarfi í leikskólum og virkað sem hvati til menntunar hjá starfsmönnum. Um 40% starfsmanna leikskóla í Árborg eru leikskólakennarar, um 12% eru með uppeldismenntun og/eða annað háskólapróf sem nýtist í starfi og um 4,5% starfsmanna eru í leikskólakennaranámi. Þá eru tæplega 7% starfsmanna í framhaldsnámi og um 14% í öðru námi, svo sem leikskólaliðanámi, sem nýtist í starfi.
5.
1501001 - Jafnréttisáætlun Álfheima
Til kynningar.
6.
1501002 - Jafnréttisáætlun Hulduheima
Til kynningar.
7.
1501003 - Jafnréttisáætlun Jötunheima
Til kynningar.
8.
1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Til kynningar.
- Yfirlit yfir samráðsfundi skólastjóra grunnskóla og fræðslustjóra á árinu 2014.
- Fundargerð frá 13. janúar 2015.
9.
1501042 - Samstarfsfundir skólastjóra leik- og grunnskóla
Til kynningar. Fundargerð samstarfsfundar sem haldinn var þriðjudaginn 6. janúar 2015.
10.
1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra
Til kynningar. Fundur haldinn í framhaldi af samstarfsfundi stjórnenda leik- og grunnskóla sem haldinn var 6. janúar 2015.
11.
1501064 - Faghópur í stærðfræði
Til kynningar. Fundargerð frá 8. janúar 2015. Í faghópnum eru 9 kennarar frá grunnskólum sveitarfélagsins og tveir kennsluráðgjafar.
12.
1402054 - Álfheimafréttir
Til kynningar. 13. tbl., desember 2014 þar sem m.a. er fundargerð foreldraráðs frá 2. desember 2014.
13.
1501045 - Álfheimafréttir
Til kynningar. 1. tbl., janúar 2015. Í fréttabréfinu er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 6. janúar 2015.
14.
1412075 - Orðsporið 2015
Til kynningar. Orðsporið verður veitt á Degi leikskólans 6. febrúar 2015 en það er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna.
15.
1411036 - Vinnumat grunnskólakennara
Til kynningar. Tölvupóstur frá verkefnisstjórn um vinnumat grunnskólakennara og drög að reiknilíkani.
16.
1412015 - Umsýsla undanþágunefndar grunnskóla og fagráðs eineltismála í grunnskólum
Til kynningar. Tölvupóstur frá 17. desember 2014.
17.
1501019 - Hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk
Til kynningar. Tölvupóstur og auglýsing frá 5. janúar 2015 v/VILJA - hvatningarverðlauna NKG 2015 en NKG stendur fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.
18.
1501071 - Framkvæmdaáætlun og þróunarverkefni í málefnum innflytjenda til 2018
Til kynningar. Tölvupóstur, dags. 8. janúar 2015, frá sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga með þremur ábendingum um málefni innflytjenda.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:35
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir
Birgir Edwald
Ingibjörg Stefánsdóttir
Brynja Hjörleifsdóttir
Már Ingólfur Másson
Aðalbjörg Skúladóttir
Sigríður Grétarsdóttir
Þorsteinn Hjartarson