6. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
6. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 8. september 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Óðinn Andersen, varamaður V-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,
Formaður óskar eftir að taka inn mál á afbrigðum. Styrkbeiðni frá Björg Eyrarbakka um styrk til að setja upp sjósetningarrampa fyrir björgunarbát.
Dagskrá:
1. 1009053 - Bætt umgengni á lóðum í sveitarfélaginu
Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að koma á átaksverkefni með byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirliti varðandi bætta umgengni á lóðum. Jafnframt fari sveitarfélagið í átak á sínum eignarlóðum.
2. 1009054 - Uppsetning á byggðamerkjum
Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að gera kostnaðaráætlun um uppsetningu gömlu byggðarmerkjanna. Óskað er eftir umsögn menningarnefndar um málið.
3. 1009055 - Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
Framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs falið að ræða við Veðurstofuna um að setja upp veðurathugunarstöð á Selfossi sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem gerðar eru til slíks mannvirkis.
Greinargerð:
Veðurathugunarstöð með rauntímavöktun stuðlar að öryggi almennings og eigna á Selfossi.
Nú þegar eru um 250 veðurathugunarstöðvar í rekstri um land allt á vegum Veðurstofunnar eða í tengslum við hana. Þær eru m.a. staðsettar í flestum þéttbýliskjörnum landsins. Þekkt er að veðurfar á Selfossi er oft á tíðum ólíkt því sem gerist í næsta nágrenni t.d. hvað varðar snjóalög og vindafar. Veðurathugunarstöð nýtist við hönnun mannvirkja og fráveitur, bætir umferðaröryggi og er eitt af mikilvægum hjálpartækjum ferðaþjónustunnar. Einnig þá hefur veðurathugunarstöð mikið markaðslegt gildi fyrir Höfuðstað Suðurlands.
4. 1009056 - Samstarf við grunnskóla um umhverfishreinsun
Framkvæmdastjóra og formanni er falið að ræða við skólastjóra um nánari útfærslu.
5. 1009057 - Lóð Selfossveitna
Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs samþykkir að klárað verði að ganga frá lóð Selfossveitna og hún girt af. Í framhaldi af því verður tekið til á lóðinni og henni komið í fyrirmyndarástand.
6. 1009060 - Samstarf við Félag slökkviliðsmanna í Árnessýslu
Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs felur framkvæmdastjóra að ræða við félag slökkviliðsmanna um hugsanlegan kostnað.
7. 1009059 - Gjaldskrá Selfossveitna frá 2010
Gjaldskrármál Selfossveitna rædd. Farið verður yfir nánari forsendur og fjárfestingaráætlanir á næsta fundi.
8. 1007093 - Styrkbeiðni - rampur til sjósetningar björgunarbáta
Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.
9. 1009058 - Kynning - Lekaleit í dreifikerfi vatnsveitu
Dagur Jónsson frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar kynnti aðferðir við lekaleit í dreifikerfum vatnsveitna. Framkvæmdastjóra er falið að koma á vinnufundum varðandi lekaleit í samstarfi við Vatnsveitu Hafnarfjarðar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:40
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Óðinn Andersen
Guðmundur Elíasson