Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.11.2014

6. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

6. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 12. nóvember 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá:  
Almenn afgreiðslumál
 1. 1305234 - Varmadælur - Óseyri, Sólvangur og önnur jaðarsvæði
Drög að reglum um styrkveitingar til uppsetningar á varmadælum voru lögð fram. Framkvæmda- og veitustjóra falið að klára reglur í samræmi við umræður á fundinum. Tilgangur reglnanna er eftirfarandi: Selfossveitur bs. veita styrki til fasteignaeigenda í Sveitarfélaginu Árborg í því skyni að setja upp varmadælur (e. Heat pump) sem draga út notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis með fastri búsetu (lögheimili) á þeim svæðum sem dreifikerfi hitaveitu Selfossveitna nær ekki til. Styrkurinn er hugsaður til þess að styrkja eigendur og íbúa viðkomandi fasteigna til þess að setja upp varmadælu, þar sem svo háttar til að ekki verður við komið að nýta hitaveitu Selfossveitna bs. tæknilega eða með hagkvæmum hætti fjárhagslega.
 2. 1408177 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2014
Stjórnin þakkar hverfisráðinu fyrir skýrsluna. Brugðist verður við ábendingum eins og kostur er.
 3. 1410089 - Úrbætur á ferlimálum á Engjavegi
Framkvæmda- og veitustjóra falið að setja upp hraðahindrun við gatnamót Grenigrundar og Engjavegar og merkja gangbraut á móts við Rauðholt og Engjaveg.
      Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson
                       

Þetta vefsvæði byggir á Eplica